Mikil óvissa ríkir um framtíð ættleiðinga - fréttaskýring 30. mars 2012 06:30 kínverskt munaðarleysingjahæli Kínverskt barn horfir á milli rimlanna í rúmi sínu á munaðarleysingjahæli. Um 160 kínversk börn hafa eignast íslenska foreldra í gegnum Íslenska ættleiðingu. Nordicphotos/afp Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. [email protected] Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. [email protected]
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira