Mannréttindaráðherra hunsar lög Einar Steingrímsson skrifar 4. apríl 2012 05:00 Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. Mohammed dvaldi fáa mánuði á Spáni en fór síðan til Noregs. Þaðan kom hann til Íslands og sótti um hæli sem flóttamaður í desember 2010. Því var synjað, og Útlendingastofnun úrskurðaði að hann skyldi sendur aftur til Noregs. Staðreyndirnar eru þessar: Þrælahald er algengt í Máritaníu og ekki er efast um frásögn Mohammeds. Fólk sem hneppt hefur verið í þrældóm á rétt á hæli og ekki má senda það aftur til heimalandsins. Útlendingastofnun (UTL) fékk bréf frá Interpol í Noregi þar sem sagt var að ef Mohammed yrði snúið aftur til Noregs yrði hann sendur þaðan til Máritaníu. Samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu má Ísland því ekki senda Mohammed til baka til Noregs. Samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasáttmálum á Mohammed því rétt á hæli á Íslandi. Þrátt fyrir þetta ætlaði UTL að senda Mohammed tilbaka, og stofnunin hafði ekki meiri áhuga á máli hans en svo að hún notaði túlk sem ekki skildi eina málið sem Mohammed getur tjáð sig á. Farið var fram á að innanríkisráðherra frestaði brottvísun Mohammeds þar til ráðuneytið hefði lokið meðferð kæru vegna ákvörðunar UTL. Því var synjað og hefur Mohammed síðan verið í felum á Íslandi, þar sem hann hefur eignast talsvert af vinum og kunningjum. Málið hefur nú verið hjá ráðherra frá því í júlí. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherra ekki viljað gera það sem honum ber, né að skikka UTL til að fylgja lögum. Útlendingastofnun er löngu þekkt fyrir lögleysur og óvönduð vinnubrögð. Margir héldu þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra mannréttindamála að hann myndi a.m.k. ekki taka þátt í að brjóta á augljósum rétti flóttamanna sem eiga yfir höfði sér pyntingar og ævilangan þrældóm. Annað virðist komið á daginn.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar