Verkstæði með Michelin-vottun 11. apríl 2012 11:00 Arnar tilbúin með sumardekkin Hjólbarðaverkstæði N1 tóku nýverið upp Michelin-gæðavottunarkerfi sem er sérhannað af Michelin. Tilgangur þess er að tryggja gæði þjónustunnar. "Öll verkstæði N1 eru með þessa vottun þar sem unnið er eftir ákveðnum staðli. Öll okkar verkstæði fóru í excellent-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Það eru 30 verkstæði í Skandinavíu með Michelin-vottun en aðeins þrjú þeirra eru með hæstu einkunn,“ segir Arnar ánægður. Kröfur Michelin-kerfisins Michelin-kerfið er mjög skilvirkt og segir Arnar að það tryggi að ákveðnu verkferli sé fylgt; hvernig dekk skuli tekin af, í hvaða röð hlutirnir séu framkvæmdir, hvernig hjóla- og dekkjabúnaður sé skoðaður ásamt kröfu um gæði verkfæra. "Ef við sjáum eitthvað athugavert þá er viðskiptavinurinn upplýstur um vandamálið þegar hann sækir bifreiðina og getur þá látið lagfæra það.“ Aðbúnaður viðskiptavina þarf líka að vera í lagi og er mælikvarði settur á það eins og annað. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu hátt hvert verkstæði skorar á Michelin-kvarðanum. Öryggi og aðbúnaður starfsmanna og viðskiptavina Verkstæðin eru með tölvutengdan tilkynningargrunn þar sem öll frávik eru skráð. "Þetta auðveldar okkur að fylgjast með málum hvort sem um er að ræða galla á vöru, kvörtun, mistök við þjónustu eða annað. Þannig eru allar upplýsingar til staðar í einum gagnagrunni sem gerir okkur auðveldara að bæta þjónustuna,“ segir Arnar. Strangt eftirlit Eftirlitsmenn á vegum Michelin mæta einu sinni á ári og skoða verkferla verkstæða og gefa hverjum lið einkunn. "Þeir gera ekki boð á undan sér heldur mæta fyrirvaralaust og þjónustan er tekin út og sannreynt hvort hún sé samkvæmt staðlinum.“ Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Hjólbarðaverkstæði N1 tóku nýverið upp Michelin-gæðavottunarkerfi sem er sérhannað af Michelin. Tilgangur þess er að tryggja gæði þjónustunnar. "Öll verkstæði N1 eru með þessa vottun þar sem unnið er eftir ákveðnum staðli. Öll okkar verkstæði fóru í excellent-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Það eru 30 verkstæði í Skandinavíu með Michelin-vottun en aðeins þrjú þeirra eru með hæstu einkunn,“ segir Arnar ánægður. Kröfur Michelin-kerfisins Michelin-kerfið er mjög skilvirkt og segir Arnar að það tryggi að ákveðnu verkferli sé fylgt; hvernig dekk skuli tekin af, í hvaða röð hlutirnir séu framkvæmdir, hvernig hjóla- og dekkjabúnaður sé skoðaður ásamt kröfu um gæði verkfæra. "Ef við sjáum eitthvað athugavert þá er viðskiptavinurinn upplýstur um vandamálið þegar hann sækir bifreiðina og getur þá látið lagfæra það.“ Aðbúnaður viðskiptavina þarf líka að vera í lagi og er mælikvarði settur á það eins og annað. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu hátt hvert verkstæði skorar á Michelin-kvarðanum. Öryggi og aðbúnaður starfsmanna og viðskiptavina Verkstæðin eru með tölvutengdan tilkynningargrunn þar sem öll frávik eru skráð. "Þetta auðveldar okkur að fylgjast með málum hvort sem um er að ræða galla á vöru, kvörtun, mistök við þjónustu eða annað. Þannig eru allar upplýsingar til staðar í einum gagnagrunni sem gerir okkur auðveldara að bæta þjónustuna,“ segir Arnar. Strangt eftirlit Eftirlitsmenn á vegum Michelin mæta einu sinni á ári og skoða verkferla verkstæða og gefa hverjum lið einkunn. "Þeir gera ekki boð á undan sér heldur mæta fyrirvaralaust og þjónustan er tekin út og sannreynt hvort hún sé samkvæmt staðlinum.“
Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira