Kvótakerfi 2.0 Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 12. apríl 2012 06:00 Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. Veiðigjaldið er vel til þess fallið að drepa umræðunni á dreif og til að nota sem bitling í pólitískum hrossakaupum á Alþingi. Þannig verður hægt að breyta þeim lögum, og þar með upphæð gjaldsins, án þess að hrófla við því fiskveiðistjórnunarkerfi sem ríkisstjórnin ætlar sér að festa í sessi. Grundvallaratriði fiskveiðistjórnunar Hver á fiskinn og miðin? Hver fær að veiða? Hver ákveður það og hvernig? Til hve langs tíma eru veiðiheimildirnar? Þegar við erum sammála um þetta þá er tími til kominn að ræða um hvað nýtingarheimildir eiga að kosta, hvernig skuli innheimt ásamt því hversu mikið skuli veitt. Frumvarpið um stjórn fiskveiða er lítið breytt útgáfa af kvótakerfinu eins og það er í dag. Þeir sem nú „eiga" kvóta fá sjálfkrafa úthlutað nýtingarleyfum til 20 ára. Það má ekki hrófla við leyfunum eða kerfinu sjálfu í fimm ár eftir upphafsúthlutun. Eftir fyrstu fimm árin endurnýjast leyfin til eins árs á hverju ári, þannig að núverandi kvótaeigendur eru alltaf með kvóta til 15 ára. Þetta er kallað flokkur 1 í aflaheimildum/nýtingarleyfum í frumvarpinu. Flokkur 2 eru aflaheimildir sem á að úthluta á Kvótaþingi til eins árs í senn. Þessar heimildir eru þegar til og heita ýmsum nöfnum eins og byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar o.fl. Úthlutun og eftirlit Kvótaþing verður rekið af Fiskistofu sem einnig hefur eftirlit með þessum viðskiptum. Þetta er hönnunargalli. Framkvæmd og eftirlit á aldrei að vera á sömu hendi. Það er hagsmunaárekstur og uppskrift að spillingu. Það gefst aldrei vel að veita stjórnmálamönnum og embættismönnum völd til þess að úthluta gæðum. Engar betrumbætur – auðlind í eigu ríkisins Gallar kvótakerfisins eru ekki leiðréttir í þessu nýja kerfi. Núverandi handhafar kvótans sem fengu hann afhentan fyrir hartnær 30 árum fá að hafa hann áfram næstu 20 árin og líklega fram í það óendanlega skv. sjálfkrafa endurnýjun veiðileyfa. Nýliðun í útgerð er ekki auðveldari. Atvinnufrelsi eru settar skorður. Strandveiðar eru ekki gefnar frjálsar. Takmörkun smábáta- og strandveiða er auðvitað jafnvitlaus og að banna kvenfélagskonum að selja kökur á basar. Aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki tryggður. Auðlind hafsins er ekki sameign þjóðarinnar. Það er ekkert jafnræði. Þó veiðigjaldið renni í ríkissjóð þá er það engin trygging fyrir því að þeim fjármunum verði ráðstafað í þágu þjóðar. Er ríkiskassinn þjóðin? Ég segi nei. Aðskilnaður veiða og vinnslu Þeir sem eiga útgerð og vinnslu segja að það sé betra að þetta sé á einni hendi, gæðin séu betri. Eigendur geti sagt sínu fólki að ísa nógu vel. Fiskur af markaði sé ekki nógu góður. Mín reynsla af fiskmarkaðnum er sú að þeir sem hugsa vel um veiðina og ísa nógu vel fá betra verð fyrir fiskinn en skussarnir. Við sem kaupum fisk af markaði vitum af hvaða miðum þorskurinn er bestur, hvaða bátar eru með góðan fisk og þar ráða lögmál markaðarins. Það vantar bara meiri fisk. Verðmyndun er oft óeðlileg vegna skorts á framboði. Ef núverandi frumvarp verður samþykkt sé ég fram á endalok frjálsra fiskmarkaða og fiskvinnslu í landinu. Það er alltaf hagkvæmara fyrir útgerð að selja aflann til eigin vinnslu á niðursettu verði. Starfsfólk í fiskvinnslu er ekki ráðið upp á hlut eins og sjómenn. Því segi ég: Allur ferskur fiskur á að fara á markað. Þannig verður eðlileg verðmyndun á afla, hagnaðurinn fer á réttan stað og sjómenn eru ekki hlunnfarnir. Kæru þingmenn og konur Ég vona að Alþingi hafi kjark til að hafna þessum lögleysum, viðurkenna álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og smíða sanngjarnt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hægt verður að láta þjóðina kjósa um. Þjóðin á rétt á því að fá að segja sitt um þetta málefni. Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum orðar þetta svona í sinni kjarnastefnu: „Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. Veiðigjaldið er vel til þess fallið að drepa umræðunni á dreif og til að nota sem bitling í pólitískum hrossakaupum á Alþingi. Þannig verður hægt að breyta þeim lögum, og þar með upphæð gjaldsins, án þess að hrófla við því fiskveiðistjórnunarkerfi sem ríkisstjórnin ætlar sér að festa í sessi. Grundvallaratriði fiskveiðistjórnunar Hver á fiskinn og miðin? Hver fær að veiða? Hver ákveður það og hvernig? Til hve langs tíma eru veiðiheimildirnar? Þegar við erum sammála um þetta þá er tími til kominn að ræða um hvað nýtingarheimildir eiga að kosta, hvernig skuli innheimt ásamt því hversu mikið skuli veitt. Frumvarpið um stjórn fiskveiða er lítið breytt útgáfa af kvótakerfinu eins og það er í dag. Þeir sem nú „eiga" kvóta fá sjálfkrafa úthlutað nýtingarleyfum til 20 ára. Það má ekki hrófla við leyfunum eða kerfinu sjálfu í fimm ár eftir upphafsúthlutun. Eftir fyrstu fimm árin endurnýjast leyfin til eins árs á hverju ári, þannig að núverandi kvótaeigendur eru alltaf með kvóta til 15 ára. Þetta er kallað flokkur 1 í aflaheimildum/nýtingarleyfum í frumvarpinu. Flokkur 2 eru aflaheimildir sem á að úthluta á Kvótaþingi til eins árs í senn. Þessar heimildir eru þegar til og heita ýmsum nöfnum eins og byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar o.fl. Úthlutun og eftirlit Kvótaþing verður rekið af Fiskistofu sem einnig hefur eftirlit með þessum viðskiptum. Þetta er hönnunargalli. Framkvæmd og eftirlit á aldrei að vera á sömu hendi. Það er hagsmunaárekstur og uppskrift að spillingu. Það gefst aldrei vel að veita stjórnmálamönnum og embættismönnum völd til þess að úthluta gæðum. Engar betrumbætur – auðlind í eigu ríkisins Gallar kvótakerfisins eru ekki leiðréttir í þessu nýja kerfi. Núverandi handhafar kvótans sem fengu hann afhentan fyrir hartnær 30 árum fá að hafa hann áfram næstu 20 árin og líklega fram í það óendanlega skv. sjálfkrafa endurnýjun veiðileyfa. Nýliðun í útgerð er ekki auðveldari. Atvinnufrelsi eru settar skorður. Strandveiðar eru ekki gefnar frjálsar. Takmörkun smábáta- og strandveiða er auðvitað jafnvitlaus og að banna kvenfélagskonum að selja kökur á basar. Aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki tryggður. Auðlind hafsins er ekki sameign þjóðarinnar. Það er ekkert jafnræði. Þó veiðigjaldið renni í ríkissjóð þá er það engin trygging fyrir því að þeim fjármunum verði ráðstafað í þágu þjóðar. Er ríkiskassinn þjóðin? Ég segi nei. Aðskilnaður veiða og vinnslu Þeir sem eiga útgerð og vinnslu segja að það sé betra að þetta sé á einni hendi, gæðin séu betri. Eigendur geti sagt sínu fólki að ísa nógu vel. Fiskur af markaði sé ekki nógu góður. Mín reynsla af fiskmarkaðnum er sú að þeir sem hugsa vel um veiðina og ísa nógu vel fá betra verð fyrir fiskinn en skussarnir. Við sem kaupum fisk af markaði vitum af hvaða miðum þorskurinn er bestur, hvaða bátar eru með góðan fisk og þar ráða lögmál markaðarins. Það vantar bara meiri fisk. Verðmyndun er oft óeðlileg vegna skorts á framboði. Ef núverandi frumvarp verður samþykkt sé ég fram á endalok frjálsra fiskmarkaða og fiskvinnslu í landinu. Það er alltaf hagkvæmara fyrir útgerð að selja aflann til eigin vinnslu á niðursettu verði. Starfsfólk í fiskvinnslu er ekki ráðið upp á hlut eins og sjómenn. Því segi ég: Allur ferskur fiskur á að fara á markað. Þannig verður eðlileg verðmyndun á afla, hagnaðurinn fer á réttan stað og sjómenn eru ekki hlunnfarnir. Kæru þingmenn og konur Ég vona að Alþingi hafi kjark til að hafna þessum lögleysum, viðurkenna álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og smíða sanngjarnt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi sem hægt verður að láta þjóðina kjósa um. Þjóðin á rétt á því að fá að segja sitt um þetta málefni. Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum orðar þetta svona í sinni kjarnastefnu: „Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum."
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun