1. maí 2012 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. maí 2012 06:00 Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína. Niðurskurður og aukið álag á opinberum starfsmönnumÞegar rætt er um kjaramál hættir stjórnmálamönnum stundum til að telja bara krónur og aura. En kjarabarátta snýst um fleira en launaumslagið. Afleiðingarnar af niðurskurði undanfarinna ára í opinberum stofnunum, eins og heilbrigðisstofnunum og skólum, er ágætt dæmi um þetta. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í niðurskurði í leikskólum og grunnskólum. Þetta hefur gjörbreytt vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks skólanna til hins verra. Glórulausar, þvingaðar sameiningar í trássi við vilja starfsfólks, nemenda og foreldra hafa svo bæst ofan á allt saman og framkoma borgaryfirvalda við leikskólakennara undanfarna mánuði hefur verið algerlega óásættanleg. Það er sjálfsögð krafa að þeir sem leggja á sig langa háskólamenntun til að mennta börnin okkar búi við mannsæmandi laun og gott starfsumhverfi. Undanfarin ár hefur starfsumhverfi kennara tekið gríðarlegum breytingum, kröfur sem gerðar eru til þeirra hafa stóraukist en vinnuaðstæður ekki þróast í takt við breytingarnar. Á sama tíma hafa skólarnir sætt mjög miklum niðurskurði. Álag á kennara og starfsfólk skólanna hefur aldrei verið meira. Á þessum vanda þarf að taka til að kennarar hafi tækifæri og aðstæður til að sinna hlutverki sínu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur sömuleiðis haft skelfilegar afleiðingar fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra sem þar starfa. Álag á þessar grunnstéttir heilbrigðisþjónustunnar, eftir margra ára viðvarandi niðurskurð og uppsagnir (sem hafa að stærstum hluta bitnað á konum), er nú orðið svo mikið að margir eru við það að gefast upp. Starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur í raun unnið kraftaverk í því að halda uppi eðlilegri þjónustu þrátt fyrir aðstæðurnar sem því eru nú búnar. Til þess hefur þetta góða fólk tekið á sig gríðarlegt álag. En hversu lengi er hægt að búa við slíkt ástand? Staðreyndin er sú að álagið sem er á starfsfólki í skólum, á heilbrigðisstofnunum og á fleiri opinberum og almennum vinnustöðum er í mörgum tilvikum óbærilegt. Kjarabarátta dagsins í dag hlýtur að miða að því að snúa þessari óheillaþróun við. Það er hlutverk stjórnmálamanna að taka þátt í því af heilum hug. Atvinna er mikilvægasta máliðNú í lok apríl voru rúmlega tólf þúsund og þrjú hundruð manns skráðir atvinnulausir og þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað þá hefur atvinnulausu fólki fjölgað á síðustu mánuðum. Hér þarf tafarlausa stefnubreytingu. Það þarf að skapa jákvæða hvata, jákvætt umhverfi fyrir fyrirtækin í landinu til að vaxa og dafna. Það þarf að einfalda skattkerfið sem nú sligar lítil og meðalstór fyrirtæki, eyða óvissu um grunnatvinnugreinar þjóðarinnar og hvetja þar til uppbyggingar, koma á pólitískum stöðugleika til að innlendir og erlendir fjárfestar sjái sér hag í að leggja fé í atvinnuskapandi verkefni á Íslandi og byggja upp opinberar stofnanir í stað þess að setja þær í fjárhagslegt svelti. Allt þetta er hægt að gera hratt. Framsókn lagði í haust fram ítarlegar tillögur undir nafninu Plan B þar sem hvatt var til þess að blásið yrði til samtaka stórsóknar í atvinnumálum. Með aukinni atvinnuþátttöku mun verðmætasköpun aukast. Það mun gefa okkur tækifæri til að byggja upp í heilbrigðisstofnunum og skólum í stað þess að skera niður. Það mun líka gera okkur kleift að bæta kjör þeirra lægst launuðu og lækka skatta og álögur á efnalitlar barnafjölskyldur. Aukin verðmætasköpun er grundvöllur þess að auka lífskjör og velferð allra í samfélaginu. Til þess að það gerist þurfum við að horfa samtaka fram á veginn. Tækifærin eru til staðar. Barátta fyrir bættum kjörum vinnandi fólks er barátta fyrir betra samfélagi. Ég óska Íslendingum gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína. Niðurskurður og aukið álag á opinberum starfsmönnumÞegar rætt er um kjaramál hættir stjórnmálamönnum stundum til að telja bara krónur og aura. En kjarabarátta snýst um fleira en launaumslagið. Afleiðingarnar af niðurskurði undanfarinna ára í opinberum stofnunum, eins og heilbrigðisstofnunum og skólum, er ágætt dæmi um þetta. Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í niðurskurði í leikskólum og grunnskólum. Þetta hefur gjörbreytt vinnuumhverfi kennara og annars starfsfólks skólanna til hins verra. Glórulausar, þvingaðar sameiningar í trássi við vilja starfsfólks, nemenda og foreldra hafa svo bæst ofan á allt saman og framkoma borgaryfirvalda við leikskólakennara undanfarna mánuði hefur verið algerlega óásættanleg. Það er sjálfsögð krafa að þeir sem leggja á sig langa háskólamenntun til að mennta börnin okkar búi við mannsæmandi laun og gott starfsumhverfi. Undanfarin ár hefur starfsumhverfi kennara tekið gríðarlegum breytingum, kröfur sem gerðar eru til þeirra hafa stóraukist en vinnuaðstæður ekki þróast í takt við breytingarnar. Á sama tíma hafa skólarnir sætt mjög miklum niðurskurði. Álag á kennara og starfsfólk skólanna hefur aldrei verið meira. Á þessum vanda þarf að taka til að kennarar hafi tækifæri og aðstæður til að sinna hlutverki sínu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur sömuleiðis haft skelfilegar afleiðingar fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra sem þar starfa. Álag á þessar grunnstéttir heilbrigðisþjónustunnar, eftir margra ára viðvarandi niðurskurð og uppsagnir (sem hafa að stærstum hluta bitnað á konum), er nú orðið svo mikið að margir eru við það að gefast upp. Starfsfólk heilbrigðisstofnana hefur í raun unnið kraftaverk í því að halda uppi eðlilegri þjónustu þrátt fyrir aðstæðurnar sem því eru nú búnar. Til þess hefur þetta góða fólk tekið á sig gríðarlegt álag. En hversu lengi er hægt að búa við slíkt ástand? Staðreyndin er sú að álagið sem er á starfsfólki í skólum, á heilbrigðisstofnunum og á fleiri opinberum og almennum vinnustöðum er í mörgum tilvikum óbærilegt. Kjarabarátta dagsins í dag hlýtur að miða að því að snúa þessari óheillaþróun við. Það er hlutverk stjórnmálamanna að taka þátt í því af heilum hug. Atvinna er mikilvægasta máliðNú í lok apríl voru rúmlega tólf þúsund og þrjú hundruð manns skráðir atvinnulausir og þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um annað þá hefur atvinnulausu fólki fjölgað á síðustu mánuðum. Hér þarf tafarlausa stefnubreytingu. Það þarf að skapa jákvæða hvata, jákvætt umhverfi fyrir fyrirtækin í landinu til að vaxa og dafna. Það þarf að einfalda skattkerfið sem nú sligar lítil og meðalstór fyrirtæki, eyða óvissu um grunnatvinnugreinar þjóðarinnar og hvetja þar til uppbyggingar, koma á pólitískum stöðugleika til að innlendir og erlendir fjárfestar sjái sér hag í að leggja fé í atvinnuskapandi verkefni á Íslandi og byggja upp opinberar stofnanir í stað þess að setja þær í fjárhagslegt svelti. Allt þetta er hægt að gera hratt. Framsókn lagði í haust fram ítarlegar tillögur undir nafninu Plan B þar sem hvatt var til þess að blásið yrði til samtaka stórsóknar í atvinnumálum. Með aukinni atvinnuþátttöku mun verðmætasköpun aukast. Það mun gefa okkur tækifæri til að byggja upp í heilbrigðisstofnunum og skólum í stað þess að skera niður. Það mun líka gera okkur kleift að bæta kjör þeirra lægst launuðu og lækka skatta og álögur á efnalitlar barnafjölskyldur. Aukin verðmætasköpun er grundvöllur þess að auka lífskjör og velferð allra í samfélaginu. Til þess að það gerist þurfum við að horfa samtaka fram á veginn. Tækifærin eru til staðar. Barátta fyrir bættum kjörum vinnandi fólks er barátta fyrir betra samfélagi. Ég óska Íslendingum gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun