Brandarinn um Boot Camp Sóley Tómasdóttir og Torfi Hjartarson skrifar 10. maí 2012 06:00 Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmanni líkamsræktarstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á herþjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svolítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslendingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupplifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verðmæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hagsmunum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipulagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúðasniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgir mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssamgöngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Bandaríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafnvel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliðaárnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun