Einvalalið fylgir Bryan Ferry 14. maí 2012 14:00 Bryan Ferry stígur á svið á tvennum tónleikum í Hörpu í lok maí. Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry verður með einvalalið með sér á tónleikunum sem hann heldur í Hörpu 27. og 28. maí. Þrettán manns verða með honum á sviðinu, þar á meðal öflugur danshópur, trommarinn Paul Thompson úr Roxy Music, gömlu hljómsveitinni hans Ferry, Paul Turner, bassaleikari Jamiroquai, og Chris Spedding sem er einn þekktasti hljóðversgítarleikari Bretlands. Hann hefur spilað með Paul McCartney, Roxy Music, Tom Waits og Katie Melua, auk þess sem hann spilaði inn á plötu Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi. Alls telur hópurinn sem kemur með Ferry til landsins um þrjátíu manns. Þar verða einnig tæknimenn og sonur hans, Isaac Ferry. Umboðsmaður söngvarans og tónleikabókari koma einnig til Íslands en mjög sjaldgæft er að þeir ferðist með honum á tónleika. Óskalisti Ferrys baksviðs er lágstemmdur. Hann hefur beðið um að nuddarar verði til taks, auk þess sem hann vill kampavín af gerðinni Dom Perignon. Evian-vatn er einnig á listanum en hið tæra íslenska vatn verður líklega frekar fyrir valinu. Þetta verða fyrstu tónleikar Bryans Ferry á þessu ári og þeir fyrstu síðan hann lauk Olympia-tónleikaferð sinni í London í desember í fyrra. Hún samanstóð af fimmtíu tónleikum og var uppselt á þá alla. Það er einmitt uppselt á fyrri tónleikana í Hörpu en enn eru til miðar á þá síðari á Midi.is. -fb Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry verður með einvalalið með sér á tónleikunum sem hann heldur í Hörpu 27. og 28. maí. Þrettán manns verða með honum á sviðinu, þar á meðal öflugur danshópur, trommarinn Paul Thompson úr Roxy Music, gömlu hljómsveitinni hans Ferry, Paul Turner, bassaleikari Jamiroquai, og Chris Spedding sem er einn þekktasti hljóðversgítarleikari Bretlands. Hann hefur spilað með Paul McCartney, Roxy Music, Tom Waits og Katie Melua, auk þess sem hann spilaði inn á plötu Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi. Alls telur hópurinn sem kemur með Ferry til landsins um þrjátíu manns. Þar verða einnig tæknimenn og sonur hans, Isaac Ferry. Umboðsmaður söngvarans og tónleikabókari koma einnig til Íslands en mjög sjaldgæft er að þeir ferðist með honum á tónleika. Óskalisti Ferrys baksviðs er lágstemmdur. Hann hefur beðið um að nuddarar verði til taks, auk þess sem hann vill kampavín af gerðinni Dom Perignon. Evian-vatn er einnig á listanum en hið tæra íslenska vatn verður líklega frekar fyrir valinu. Þetta verða fyrstu tónleikar Bryans Ferry á þessu ári og þeir fyrstu síðan hann lauk Olympia-tónleikaferð sinni í London í desember í fyrra. Hún samanstóð af fimmtíu tónleikum og var uppselt á þá alla. Það er einmitt uppselt á fyrri tónleikana í Hörpu en enn eru til miðar á þá síðari á Midi.is. -fb
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira