Fiskveiðifrumvörpin eru andstæð þjóðarhagsmunum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Svo ótrúlegt sem það er, þá er það engu að síður staðreynd, að verði frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórnun að lögum, mun það hafa í för með sér stórfelld gjaldþrot og töp fjármálafyrirtækja upp á marga milljarðatugi. Það hlýtur að teljast einsdæmi að ríkisstjórn leggi fram tillögur að breytingum á starfsumhverfi helstu atvinnugreinar eins lands, sem leiðir til stórfelldra gjaldþrota. Ábyrg stjórnvöld í lýðræðisríkjum líta fremur á það sem hlutverk sitt að skapa atvinnulífinu góð rekstrarskilyrði. Á Íslandi höfum við stjórnvöld sem leggja fram tillögur sem leiða til hins gagnstæða og valda fullkomnu uppnámi í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Verði þessi frumvörp að lögum kalla þau fram gjaldþrot í stórum stíl, sem ella yrðu ekki. Er það ekki grafalvarlegt mál? Það er því fráleitt eins og haldið hefur verið fram að þessi frumvörp séu tilraun til þess að leiða fram sátt. Þau leiða til hins gagnstæða. Það sem liggur fyrir er meðal annars þetta:Verði frumvörpin samþykkt, liggur fyrir að um helmingur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mun ekki ráða við skuldbindingar sínar.75% krókaaflamarksútgerðanna (minni bátarnir) samkvæmt úrtaki sérfræðinga komast í greiðsluþrot.Afleiðingar þessa verða síðan stórfelld gjaldþrot þjónustuaðila þessara fyrirtækja um land allt.Sjávarbyggðir og sveitarfélög sem háð eru sjávarútvegi verða fyrir óbætanlegu tjóni. Veldur mikilli röskun byggðar.Virðisrýrnun í sjávarútvegi mun nema hundruðum milljarða króna, sem leiðir síðan til verri viðskiptakjara, hærri fjármagnskostnaðar og er afleiðing af verri rekstri fyrirtækja sem frumvörpin munu hafa í för með sér, verði þau samþykkt.Afskriftir banka og fjármálafyrirtækja munu væntanlega aukast um að minnsta kosti 50 milljarða, vegna áhrifa lagasetningar þeirrar sem er áformuð. Það leiðir til minna svigrúms til annarra skuldaleiðréttinga, hærri vaxtakostnaðar alls almennings, lakari innlánskjara og stórtjóns ríkissjóðs, vegna eignaraðildar ríkisins að fjármálafyrirtækjum.Rökstutt hefur verið að frumvörpin stangist á við stjórnarskrána í veigamiklum atriðum.Sú aðferð sem frumvörpin boða, mun stuðla að lakari umgengni um fiskimiðin og þar með sóun á fiskveiðiauðlindinni.Heildarafrakstur þjóðarinnar og þar með sveitarfélaga og ríkisins af sjávarútveginum mun minnka, þrátt fyrir stórhækkaða gjaldtöku. Það er því mikið í húfi að horfið verði af þessari ólánsbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Skoðanir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Svo ótrúlegt sem það er, þá er það engu að síður staðreynd, að verði frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á fiskveiðistjórnun að lögum, mun það hafa í för með sér stórfelld gjaldþrot og töp fjármálafyrirtækja upp á marga milljarðatugi. Það hlýtur að teljast einsdæmi að ríkisstjórn leggi fram tillögur að breytingum á starfsumhverfi helstu atvinnugreinar eins lands, sem leiðir til stórfelldra gjaldþrota. Ábyrg stjórnvöld í lýðræðisríkjum líta fremur á það sem hlutverk sitt að skapa atvinnulífinu góð rekstrarskilyrði. Á Íslandi höfum við stjórnvöld sem leggja fram tillögur sem leiða til hins gagnstæða og valda fullkomnu uppnámi í grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Verði þessi frumvörp að lögum kalla þau fram gjaldþrot í stórum stíl, sem ella yrðu ekki. Er það ekki grafalvarlegt mál? Það er því fráleitt eins og haldið hefur verið fram að þessi frumvörp séu tilraun til þess að leiða fram sátt. Þau leiða til hins gagnstæða. Það sem liggur fyrir er meðal annars þetta:Verði frumvörpin samþykkt, liggur fyrir að um helmingur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mun ekki ráða við skuldbindingar sínar.75% krókaaflamarksútgerðanna (minni bátarnir) samkvæmt úrtaki sérfræðinga komast í greiðsluþrot.Afleiðingar þessa verða síðan stórfelld gjaldþrot þjónustuaðila þessara fyrirtækja um land allt.Sjávarbyggðir og sveitarfélög sem háð eru sjávarútvegi verða fyrir óbætanlegu tjóni. Veldur mikilli röskun byggðar.Virðisrýrnun í sjávarútvegi mun nema hundruðum milljarða króna, sem leiðir síðan til verri viðskiptakjara, hærri fjármagnskostnaðar og er afleiðing af verri rekstri fyrirtækja sem frumvörpin munu hafa í för með sér, verði þau samþykkt.Afskriftir banka og fjármálafyrirtækja munu væntanlega aukast um að minnsta kosti 50 milljarða, vegna áhrifa lagasetningar þeirrar sem er áformuð. Það leiðir til minna svigrúms til annarra skuldaleiðréttinga, hærri vaxtakostnaðar alls almennings, lakari innlánskjara og stórtjóns ríkissjóðs, vegna eignaraðildar ríkisins að fjármálafyrirtækjum.Rökstutt hefur verið að frumvörpin stangist á við stjórnarskrána í veigamiklum atriðum.Sú aðferð sem frumvörpin boða, mun stuðla að lakari umgengni um fiskimiðin og þar með sóun á fiskveiðiauðlindinni.Heildarafrakstur þjóðarinnar og þar með sveitarfélaga og ríkisins af sjávarútveginum mun minnka, þrátt fyrir stórhækkaða gjaldtöku. Það er því mikið í húfi að horfið verði af þessari ólánsbraut.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun