Stærsta fasteignasala Reykjavíkur 23. maí 2012 11:00 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar og eigendur Fasteignasölunnar Mikluborgar. mynd/gva Það væri hverjum fasteignasala hollt að kaupa og selja fasteign sína einu sinni á ári. Fasteignakaup eru enda í flestum tilvikum stærsta ákvörðun sem við tökum í lífi okkar og mikil rússíbanareið á meðan viðskiptunum stendur. Því skiptir miklu máli að viðskiptavinurinn velkist ekki í vafa um að honum sé vel sinnt og að honum líði vel í viðskiptunum,“ segir Óskar á Mikluborg. Fasteignasalan Miklaborg er sú stærsta í höfuðborginni. Þar starfar sterk og öflug liðsheild fimmtán starfsmanna. „Fasteignasala má sín lítils án góðs starfsfólks. Hér starfa reynslumiklir, góðir og áhugasamir sölumenn sem taka starf sitt alvarlega,“ upplýsir Óskar. Auk mannauðsins segir Óskar styrk og vöxt Mikluborgar byggja á alúðlegri þjónustu við viðskiptavini, skýrum verkferlum og áherslu á gæðavinnu til að kynna bæði fasteignir og fyrirtækið. „Það er einfaldlega ekki nóg að skrá eign á sölu og vona að vindurinn blási í rétta átt. Það verður að nýta alla tæknimöguleika sem í boði eru svo kynna megi eignina fyrir sem breiðastan hóp. Því þurfa seljendur að vanda valið vel áður en þeir setja eignir sínar á sölu.“ Óskar segir meginþorra íslenskra fasteignasala smáar í sniðum og þar sé óhægara um vik að koma eignum á framfæri eða finna draumaeignina. „Húseigendur vilja allir að eign þeirra nái til sem flestra og leita því til okkar. Miklaborg er með stærsta framboð eigna á skrá og var fyrst til að bjóða upp á „innlit“ í eignir, þar sem hægt er að valsa um á netinu og skoða hvern krók og kima. Heimasíðan er alltaf vel uppfærð og aðgengileg og sölumenn leggja áherslu á að ná góðum tengslum við kaupendur til að ná enn betur að hjálpa þeim við að finna draumaeignina.“ Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Það væri hverjum fasteignasala hollt að kaupa og selja fasteign sína einu sinni á ári. Fasteignakaup eru enda í flestum tilvikum stærsta ákvörðun sem við tökum í lífi okkar og mikil rússíbanareið á meðan viðskiptunum stendur. Því skiptir miklu máli að viðskiptavinurinn velkist ekki í vafa um að honum sé vel sinnt og að honum líði vel í viðskiptunum,“ segir Óskar á Mikluborg. Fasteignasalan Miklaborg er sú stærsta í höfuðborginni. Þar starfar sterk og öflug liðsheild fimmtán starfsmanna. „Fasteignasala má sín lítils án góðs starfsfólks. Hér starfa reynslumiklir, góðir og áhugasamir sölumenn sem taka starf sitt alvarlega,“ upplýsir Óskar. Auk mannauðsins segir Óskar styrk og vöxt Mikluborgar byggja á alúðlegri þjónustu við viðskiptavini, skýrum verkferlum og áherslu á gæðavinnu til að kynna bæði fasteignir og fyrirtækið. „Það er einfaldlega ekki nóg að skrá eign á sölu og vona að vindurinn blási í rétta átt. Það verður að nýta alla tæknimöguleika sem í boði eru svo kynna megi eignina fyrir sem breiðastan hóp. Því þurfa seljendur að vanda valið vel áður en þeir setja eignir sínar á sölu.“ Óskar segir meginþorra íslenskra fasteignasala smáar í sniðum og þar sé óhægara um vik að koma eignum á framfæri eða finna draumaeignina. „Húseigendur vilja allir að eign þeirra nái til sem flestra og leita því til okkar. Miklaborg er með stærsta framboð eigna á skrá og var fyrst til að bjóða upp á „innlit“ í eignir, þar sem hægt er að valsa um á netinu og skoða hvern krók og kima. Heimasíðan er alltaf vel uppfærð og aðgengileg og sölumenn leggja áherslu á að ná góðum tengslum við kaupendur til að ná enn betur að hjálpa þeim við að finna draumaeignina.“
Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira