
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar
Grein Rósu Erlingsdóttur er uppfull af fordómum og niðurlæging fyrir kynjaða orðræðugreiningu ef það er sú staða sem á að gefa þessari grein. Ég vil fyrst nefna að þótt að orðið skrautdúkka sé stelpulegt orð þá geta karlar verið skrautdúkkur ekki síður en konur. Vissulega geta hugtök verið karllæg eða kvenlæg en það þýðir ekki að merkingin verði eingöngu yfirfærð á annað kynið. Orðið klappstýra er líka kvenlægt hugtak sem hefur verið notað í gildishlöðnum tilgangi um forsetaframbjóðanda en Rósa sér ekki ástæðu til þess að rýna í áhrif þess.
Lítið fer fyrir eiginlegri orðræðugreiningu í greininni og ekki sýnt fram á réttmæti ályktana sem í henni eru dregnar með rökum eða gögnum. Fullyrðingin „Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars" virðist vera helsta niðurstaða greinarinnar. Orðalag af þessu tagi þykir almennt ekki vera til sóma í fræðaheiminum en hvað það er sem engum dylst er að öllum jöfnu ekki aðgengilegt fræðimönnum.
Rósa leitar í búðir Styrmis Gunnarssonar þegar hún velur að draga upp mynd af þjóðinni sem er stjórnmálamönnum og fjölmiðlum hugleikinn. En það er þjóð sem klofin er í herðar niður. Þessi lýsing á íslensku þjóðinni tilheyrir orðræðu auðræðis og valdhafa sem fara fram með tvíhyggjuna að vopni þegar mikið liggur á að hræða þjóðina til fylgis við málefni. Blæbrigðum mannlegs skilnings er fórnað á altari einhæfninnar. Vissulega eru til málefni sem hafa valdið deilum og ófriði en yfirleitt er þetta ekki svart/hvítt heldur hafa málefnin á sér margar hliðar s.s. félagslegar, lögfræðilegar, efnahagslegar og síðast en ekki síst margþætta hagsmuni. Ófriðurinn stafar þó fyrst og fremst af því að sífellt er gengið á rétt þjóðar og einstaklinga fyrir sérhagsmuni valdhafa og auðræðis.
Rósa segir um Vigdísi Finnbogadóttur og EES-samninginn: „Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni". Umræða um embættisafglöp Vigdísar Finnbogadóttur er tabú á Íslandi. Vigdís fylgdi valdhöfum af þægð og sneri baki við þjóðinni en Rósa víkur að þessu þegar hún segir: „hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar".
EES-samningurinn er frumforsenda hrunsins og það voru að mínu mati alvarleg stjórnarfarsmistök að bera samninginn ekki undir þjóðina. Í ofangreindum málflutningi Rósu má einnig lesa að friður geti skapast um það að stjórnvöld fari fram með ofbeldi gagnvart þjóðinni. Það að „ekki heyrist lengur þær raddir" lítur hún á staðfestingu um almenna ánægju en spyr ekki hvort það stafi af þöggun. Frjálst flæði fjármagns er baráttumál auðræðisins sem ræður fjölmiðlum í landinu. Þöggunin um hlut EES-samningsins í hruni efnahagskerfisins er gott dæmi um þá skoðanakúgun sem ástunduð er af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum.
Rósa lætur sig ekki muna um að taka forræði yfir því sem „ljóst er" þegar hún segir: „Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur". Ég veit ekki á hvern hátt þessi setning varpar einhverju ljósi á kynjaða orðræðu forsetans. Í þessari setningu speglast þó sú snobbaða sýn að ef einhverjar konur komist á toppinn þá hlýtur öllum konum að líða betur jafnvel þótt dritað sé yfir þær á vinnustöðum, lífsviðurværi þeirra og frelsi ógnað með láglaunastefnu kvennastétta og að þeim sé almennt haldið í skefjum í þjóðmálaumræðunni.
Vissulega óska ég eftir því að fá sterka konu í forsetaembættið. Ég vil sjá konu í embættinu sem af heilindum berst fyrir mannréttindum, kvenfrelsi og lýðræði. Ég vil ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna.
Tengdar fréttir

Orð forsetans um "skrautdúkku“
Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands.
Skoðun

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar

Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði
Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar

Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Er aldur bara tala?
Teitur Guðmundsson skrifar

Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun
Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar

Frans páfi kvaddur eða meðtekinn?
Bjarni Karlsson skrifar

Lægjum öldurnar
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Að hata einhvern sem þú þarft á að halda?
Katrín Pétursdóttir skrifar

Íslenskar pyndingar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

SFS, Exit og norska leiðin þeirra
Jón Kaldal skrifar

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?
Bryndís Schram skrifar

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar