Sumarfríin eru ekki sjálfgefin á Alþingi 15. júní 2012 04:30 Óvissa um þinglok eykur álag Á skrifstofu Alþingis starfa 120 manns sem þurfa margir hverjir að laga frítíma sinn og sumaráætlanir að óútreiknanlegum vinnutíma þingsins.Fréttablaðið/GVA „Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. [email protected] Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
„Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. [email protected]
Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30