Sumarfríin eru ekki sjálfgefin á Alþingi 15. júní 2012 04:30 Óvissa um þinglok eykur álag Á skrifstofu Alþingis starfa 120 manns sem þurfa margir hverjir að laga frítíma sinn og sumaráætlanir að óútreiknanlegum vinnutíma þingsins.Fréttablaðið/GVA „Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. [email protected] Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Ef þing verður áfram í sumar er ljóst að einhverjir gætu þurft að fresta hluta af sumarfríinu. En við vitum enn ekki hvernig fyrirkomulagið verður," segir Hildur Eva Sigurðardóttir, formaður starfsmannafélags Alþingis, þar sem 120 manns starfa. Hildur segir óvissu um þinglok auka álag á starfsfólk og geta haft áhrif á plön fram í tímann. „Við erum að vinna fyrir þjóðþing og fólk verður að gera sér grein fyrir því. En þetta er auðvitað jafnvægiskúnst." Að sögn Hildar er ekki mikil hreyfing á starfsfólki þingsins. Nýlega var kona að hætta störfum eftir þrjátíu ár hjá Alþingi og segir Hildur marga aðra hafa sinnt starfinu um langt skeið. „Hér vinnur duglegt fólk sem hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina," segir hún. „Starfsandinn er góður og fólkið gott og hæft." Sumarfrí þingsins er samkvæmt lögum frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur segir það þó hafa gerst þegar álagið er mikið að starfsmenn geti ekki tekið sér sumarfrí og þurfi að fresta því þar til hægist um. „Það getur verið bagalegt því það eykur álag á starfsfólkið," segir hún. „Vinnutíminn er langur, sérstaklega á þessum tíma árs þegar helstu álagspunktarnir eru. En við vinnum hér í þágu þings og þjóðar og þetta er okkar starf." Hildur segir mikilvægt að átta sig á muninum á milli starfs þingmanna annars vegar og starfsfólki þingsins hins vegar. „Þó starfsmenn séu þreyttir og þurfi sitt orlof erum við að vinna fyrir þingið og það geta alltaf verið einhverjir sem þurfa að fresta sínu sumarfríi. En ég býst þó við að skrifstofa Alþingis leysi þau mál." Hildur er lögfræðingur að mennt og er nefndaritari hjá Alþingi. Aðspurð um samskipti starfsfólksins við þingmennina varðandi starfstíma í sumar segir Hildur þau vera lítil. „Við gerum okkar kjarasamninga við forseta og skrifstofu Alþingis og samskipti um störf okkar fara þar í gegn," segir hún. „Ég held að það væri óeðlilegt fyrir lýðræðið ef starfsmannafélagið færi að hafa bein afskipti af þingstörfunum, nema auðvitað þegar þau skerða réttindi starfsfólks." Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar á Alþingi um þinglok. [email protected]
Fréttir Tengdar fréttir Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Skrifstofa Alþingis á Ólafsfirði tíu ára Skrifstofur Alþingis eru starfræktar á nokkrum stöðum í miðborg Reykjavíkur og síðustu tíu ár einnig á Ólafsfirði. 15. júní 2012 08:30