Oliver Cromwell Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. júlí 2012 06:00 Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun