Samninga á að virða Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun