Þeytir skífum af ástríðu fyrir dansóðan landann 26. júlí 2012 15:30 Francesca Lombardo þeytir skífum á Kanilkvöldi á Faktorý á morgun en hún sló nýverið í gegn í heimi danstónlistar. Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. [email protected] Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. [email protected]
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp