Þeytir skífum af ástríðu fyrir dansóðan landann 26. júlí 2012 15:30 Francesca Lombardo þeytir skífum á Kanilkvöldi á Faktorý á morgun en hún sló nýverið í gegn í heimi danstónlistar. Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. [email protected] Tónlist Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Francesca Lombardo er plötusnúður á uppleið og þeytir skífum á Faktorý annað kvöld fyrir íslenska dansunnendur. „Ég held að það verði frábær upplifun að kynnast landinu og tónlistarunnendum þess," segir hin ítalska Francesca Lombardo sem þeytir skífum annað kvöld á Faktorý. Kanilhópurinn skipuleggur komu hennar til landsins en hann hefur staðið fyrir danskvöldum með hústónlist undanfarið rúmt ár á Faktorý og flutt inn fjölda erlendra plötusnúða. Francesca sló nýverið í gegn eftir að hafa skrifað undir samning hjá plötufyrirtækinu Crosstown Rebels, sem er eitt það umfangsmesta í danstónlist. Með samningnum er hún komin með sömu umboðsskrifstofu og nöfn á borð við Art Department, Jamie Jones og Maceo Plex. Fyrsta plata hennar á vegum fyrirtækisins kom út fyrir viku og nefnist Changes. Hún hefur fengið afar góð viðbrögð og situr í fjórða sæti á lista Beatport yfir hústónlist, en síðan er stór í sölu danstónlistar á Netinu. Breiðskífa með lagasmíðum hennar er væntanleg á næsta ári. „Ég er með mjög litríkan stíl," segir hún og nefnir að hún semji tónlist eftir líðan sinni og sæki innblástur til Depeche Mode, Aphex Twin og Plastikman meðal annarra. Francesca á að baki fjölbreytta reynslu í tónlist en hún hóf klassískt píanónám og óperusöng ung að árum. „Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf heillast af raftónlist og tækjum," segir hún og rifjar upp: „Ég fann mig í rauninni aldrei í klassískri tónlist." Hún mun spila tónsmíðar sínar í bland við aðra tóna hústónlistar annað kvöld og sjá Jón Eðvald, Steindór Jónsson, Kanilsnældur og Atli Kanill um upphitun. Aðgangur er ókeypis á kvöldið sem mun án efa enda í ógleymanlegum dansi. „Ég hef verið plötusnúður í tíu ár og byrjaði á því mér til skemmtunar en nú hefur það orðið að aðalástríðu minni," segir Francesca. [email protected]
Tónlist Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira