Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina Steingrímur J. Sigfússon skrifar 5. september 2012 06:00 Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Meðal þess sem gagnrýnt var í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var að stjórnsýslueiningarnar væru of veikburða og að styrkja þyrfti ráðuneytin. Með því að sameina iðnaðarráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og hluta af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er orðið til nýtt 70 manna ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar sem hefur afl og burði til að ráða við þau mikilvægu verkefni sem við blasa. Í skipuriti nýja ráðuneytisins er ekki að finna nöfn hinna hefðbundnu atvinnugreina sem margar hverjar hafa hingað til átt sín eigin ráðuneyti. Þeim verður eftir sem áður sinnt af kostgæfni en til þess að takast á við ný tækifæri tókum við snemma þá ákvörðun að hólfa ekki atvinnugreinarnar niður hverja í sinn bás heldur nálgast þær út frá almennum starfsskilyrðum. Þetta er að mínu viti holl og tímabær uppstokkun því að atvinnugreinar þróast með tímanum. Hvern hefði til dæmis órað fyrir því fyrir 25 árum að árið 2012 yrði ferðaþjónustan ein af þeim þremur atvinnugreinum sem skapa okkur Íslendingum mestar gjaldeyristekjur? Hvað þá að uppgangur hinna svokölluðu skapandi greina yrði í líkingu við það sem raunin er. Það er ekki að ástæðulausu að síðara orðið í nafni hins nýja ráðuneytis sé nýsköpun. Stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis er lokahnykkurinn á viðamikilli endurskipulagningu stjórnarráðsins sem mælt var fyrir um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytum hefur fækkað úr tólf í átta og fyrir vikið stöndum við nú með skilvirkari og öflugri stjórnsýslu. Ég hlakka til að vinna að því að efla íslenskt atvinnulíf ásamt samstarfsfólki mínu í nýju ráðuneyti og í skapandi samvinnu við hagsmunaaðila. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf. Meðal þess sem gagnrýnt var í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var að stjórnsýslueiningarnar væru of veikburða og að styrkja þyrfti ráðuneytin. Með því að sameina iðnaðarráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og hluta af efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er orðið til nýtt 70 manna ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar sem hefur afl og burði til að ráða við þau mikilvægu verkefni sem við blasa. Í skipuriti nýja ráðuneytisins er ekki að finna nöfn hinna hefðbundnu atvinnugreina sem margar hverjar hafa hingað til átt sín eigin ráðuneyti. Þeim verður eftir sem áður sinnt af kostgæfni en til þess að takast á við ný tækifæri tókum við snemma þá ákvörðun að hólfa ekki atvinnugreinarnar niður hverja í sinn bás heldur nálgast þær út frá almennum starfsskilyrðum. Þetta er að mínu viti holl og tímabær uppstokkun því að atvinnugreinar þróast með tímanum. Hvern hefði til dæmis órað fyrir því fyrir 25 árum að árið 2012 yrði ferðaþjónustan ein af þeim þremur atvinnugreinum sem skapa okkur Íslendingum mestar gjaldeyristekjur? Hvað þá að uppgangur hinna svokölluðu skapandi greina yrði í líkingu við það sem raunin er. Það er ekki að ástæðulausu að síðara orðið í nafni hins nýja ráðuneytis sé nýsköpun. Stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis er lokahnykkurinn á viðamikilli endurskipulagningu stjórnarráðsins sem mælt var fyrir um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytum hefur fækkað úr tólf í átta og fyrir vikið stöndum við nú með skilvirkari og öflugri stjórnsýslu. Ég hlakka til að vinna að því að efla íslenskt atvinnulíf ásamt samstarfsfólki mínu í nýju ráðuneyti og í skapandi samvinnu við hagsmunaaðila. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun