Bandaríska umboðsskrifstofan APA hefur gert samning við leikarann Ólaf Darra Ólafsson sem síðast sló í gegn í aðalhlutverki Djúpsins, myndar Baltasars Kormáks, sem frumsýnd var fyrir skömmu.
Bandaríska umboðsskrifstofan APA hefur gert samning við leikarann Ólaf Darra Ólafsson sem síðast sló í gegn í aðalhlutverki Djúpsins, myndar Baltasars Kormáks, sem frumsýnd var fyrir skömmu.
Bransavefsíðan Deadline Hollywood greindi frá þessu í gær, en APA stærir sig af því að vera eitt af helstu umboðsfyrirtækjunum í Bandaríkjunum og gerir ekki upp á milli starfa við kvikmyndir, sjónvarp eða leikhús.
Eins og kunnugt er leikur Ólafur Darri aukahlutverk í myndinni The Secret Life Of Walter Mitty í leikstjórn Bens Stiller, sem tekin er upp hér á landi, og hugsanlega hefur Hollywood-stjarnan gefið íslenska leikaranum góð ráð varðandi frekari frama erlendis.- sm, kg
Ólafur Darri til APA
