Ábyrg stjórnmál Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. október 2012 00:00 Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun