Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi Guðbjartur Hannesson skrifar 10. október 2012 00:00 Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð. Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18–30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum. Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið Þjóð gegn þunglyndi er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi. Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli. Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni Heilsueflandi skólar þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu Vinir Zippýs sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið Örugg saman, ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti. Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana. Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum. Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð. Áætlað er að um 20% þjóðarinnar líði fyrir þunglyndi á einhverjum tíma ævinnar en þrátt fyrir að það sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit og getur lagst á fólk á öllum aldri, þótt oft geri það vart við sig snemma á ævinni eða um 18–30 ára aldur. Oft fylgir þunglyndi langvinnum líkamlegum sjúkdómum. Velflestir þeirra sem þjást af þunglyndi leita fyrst til heilsugæslunnar og margir fá þar meðferð. Miklu skiptir að fagfólk heilsugæslunnar sé vel í stakk búið til að greina þunglyndi, veita meðferð eða vísa fólki á þá hjálp sem best kemur að gagni. Í tengslum við átakið Þjóð gegn þunglyndi er sinnt fræðslustarfi fyrir fagfólk og haldin námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bæta færni þess í að greina og meðhöndla þunglyndi. Á liðnum árum hafa áherslur í geðheilbrigðismálum breyst mikið og má segja að orðið hafi vitundarvakning um mikilvægi geðheilbrigðis og geðræktar. Fjölmargir vinna að forvarnarverkefnum sem styðja við geðheilbrigði og má þar nefna Embætti landlæknis, heilsugæsluna, sveitarfélög og ýmis notenda- og félagasamtök sem hafa sinnt sálfélagslegri þjónustu við geðsjúka í ríkum mæli. Embætti landlæknis ýtti nýlega úr vör viðamiklu verkefni undir yfirskriftinni Heilsueflandi skólar þar sem unnið er markvisst að heilsueflingu á öllum skólastigum og veitt ráðgjöf um hvernig stuðla megi að farsælum samskiptum, jákvæðum skólabrag og vellíðan nemenda og starfsfólks. Þá stendur embættið að verkefninu Vinir Zippýs sem er alþjóðlegt forvarnarverkefni á sviði geðheilsu fyrir börn á aldrinum 5–7 ára. Annað verkefni sem embættið hefur þróað að undanförnu er forvarnarnámsefni gegn ofbeldi í nánum samskiptum unglinga sem ber heitið Örugg saman, ætlað unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og miðar að því að auka vitund um einkenni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis og efla jákvæð samskipti. Árið 2005 var undirrituð af hálfu Íslands yfirlýsing og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum kennd við Helsinki. Þar er geðheilbrigði sett í öndvegi og geðrækt, meðferð, umönnun og endurhæfing vegna geðrænna vandamála gerð að forgangsverkefnum hjá aðildarlöndum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Heilbrigðisyfirvöldum ber að draga vagninn, móta stefnu og skilgreina áherslur og verkefni á sviði geðheilbrigðismála en mikilvægt er að sú vinna fari fram í nánu samstarfi við hagsmunaaðila. Í drögum að heilbrigðisáætlun til ársins 2020 er áætlað að unnin verði stefna í geðheilbrigðismálum og átak gert í að vinna gegn fordómum, mismunun og félagslegri einangrun vegna geðraskana. Með aukinni þekkingu á geðheilbrigði og fræðslu til almennings hafa fordómar í garð þeirra sem glíma við geðraskanir látið undan síga. Átak hefur verið unnið af sveitarfélögum, heilbrigðis- og menntakerfinu, hagsmunaaðilum, notenda- og félagasamtökum og einstaklingum sem láta sig þessi mál varða og hafa í gegnum tíðina unnið ómetanlegt starf við að breyta hugarfari og opna umræðuna um geðsjúkdóma. Margir einstaklingar hafa opnað reynsluheim sinn og rætt af einlægni og kjarki um baráttu sína og hefur það án efa haft áhrif á umræðuna og dregið úr fordómum. Geð er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt. Gott heilsufar byggist jafnt á því að stunda geðrækt og að leggja rækt við líkamann. Höfum því hugfast að geðrækt er nauðsynlegur þáttur í almennri heilsueflingu landsmanna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun