Grotnandi safn í kössum Ágúst H. Bjarnason skrifar 11. október 2012 00:00 Fyrir rúmu ári skoraði ég opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn. Fyrir fáum árum var Náttúrufræðistofnun flutt til umhverfisráðuneytis og stofnað Náttúruminjasafn Íslands undir forræði menntamálaráðuneytis. Til málamynda var safninu holað niður við Túngötu og síðar í Loftskeytastöðinni gömlu við Suðurgötu. Nýverið var svo tilkynnt, að unnið væri að því að pakka öllu niður eina ferðina enn og setja í geymslur. Forstjóri safnsins er farinn frá, en þjóðminjaverði ætlað að standa yfir moldum þess, þó að hann hafi enga þekkingu á söfnun og varðveizlu náttúrugripa. Það kemur alls ekki á óvart, að þýzk stofnun, Senckenberg Gesellschaft für Naturforschung, sem reiddi af hendi hundruð sýna af sjávarlífverum (sjá Fréttab. 29.9.12), hefur nú krafizt þess að fá þau í hendur aftur, því að þar á bæ hafa menn augljóslega engan áhuga á því, að þau séu læst niðri í kistum um ókomin ár. Söfnun á þessum sýnum kostaði milljónir króna. Þegar Náttúruminjasafn var stofnað 2007 og sýningarskyldu létt af Náttúrufræðistofnun voru gerð mikil mistök við lagasetningu. Hvorugri stofnuninni voru sett nægilega skýr verkefni og margt hangir í lausu lofti. Eðlilegast hefði verið, að Náttúruminjasafn fengi að dafna á eigin forsendum, en óskýr ákvæði laga um afhendingu muna úr gamla safni Náttúrufræðifélagsins eru ósvinna og hafa hamlað starfsemi. Þá vakti það ekki síður furðu síðsumars 2010, að umhverfisráðherra hafði afskipti af hvalreka norður á Skaga og lét það mál í hendur Náttúrufræðistofnun í bága við meginhugsun safnalaga. Náttúruminjasöfn um allan heim hafa rannsóknir í flokkunarfræði að megin viðfangsefni, enda fær ekkert safn þrifizt án raunverulegra rannsókna. Það átti því að flytja allar flokkunarrannsóknir á dýrum, sveppum og plöntum yfir til Náttúruminjasafns. Ætli það sé ekki nærri lagi, að þeir séu aðeins þrír sem sinna slíkum störfum nú á Náttúrufræðistofnun, það er í fléttufræði, sveppafræði og skordýrum. Athuganir á mosum hafa legið niðri í nærri áratug, en háplöntum og þörungum hefur aldrei verið sinnt að gagni. Fulltrúi stofnunarinnar í norrænu flóruverkefni, Flora Nordica, er á níræðisaldri, og sýnir það bezt að ekki er hugsað til mikilla tilþrifa í þeirri grein. Flestir líffræðingar á Náttúrufræðistofnun fást við umhverfisverkefni. Rannsóknir í flokkunarfræði fara að einhverju leyti fram á öðrum stofnunum, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun og víðar, og hefði verið kjörið að sameina allar slíkar rannsóknir á einn stað fyrir miðlægan gagnagrunn. Margvísleg önnur rök eru og fyrir því að flytja flokkunarfræði alla í sömu deild. Það hefði mátt ætla, að eitt af verkefnum Náttúrufræðistofnunar á sviði jarðfræði væri að gefa út jarðfræðikort. En það voru Íslenskar orkurannsóknir, sem gáfu út sérlega vandað jarðfræðikort af Suðvesturlandi í fyrra. Það er örugglega um verulega skörun verkefna að ræða meðal stofnana hins opinbera, sem kostar skattborgara stórfé. Á hinn bóginn hefði verið skynsamlegt að flytja steinda- og bergfræði til Náttúruminjasafns. Í annan stað átti undanbragðalaust við aðskilnaðinn að flytja yfir til Náttúruminjasafns alla muni og bækur, sem tilheyrðu Náttúrufræðifélaginu 1947. Þetta eru hinar raunverulegu eigur Náttúruminjasafns. Félagið afhenti þær ríkinu með ákveðnum skilyrðum, og hefur hið opinbera engan rétt á að ráðstafa þeim eftir geðþótta. Ríkisendurskoðandi komst einnig að þessari niðurstöðu í áliti sínu. Málefni Náttúruminjasafns eru nú komin í hnút, sem erfitt verður að greiða úr. Samskipti á milli þess og Náttúrufræðistofnunar hafa verið stirð, ef dæma má af blaðafregnum þar um. Þá er alltaf hætta á, að stjórnmálamenn reyni að leysa mál með því að hygla öðrum og kæmi engum á óvart, að reynt verði að finna einhverjar lausnir til málamynda og lappa upp á bágan fjárhag annarra með því að leigja aðstöðu til bráðabirgða eins og jafnan áður. Þannig starfa pólitíkusar. Stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags getur ekki lengur skellt skollaeyrum við ófremdarástandi í málum Náttúruminjasafns. Henni ber að fá samninginn frá 1947 dæmdan ógildan vegna vanefnda og endurheimta allar eigur sínar að nýju. Það verður að leita nýrra leiða. Grasasafn Stefáns Stefánssonar, Helga Jónssonar og fleiri, dýrasafn frá Bjarna Sæmundssyni og fjöldi annarra sýna hafa legið vanrækt í fjölda ára og hætt við að þessi söfn liggi undir skemmdum, ef sumt er ekki þegar ónýtt. Í raun eru þetta þjóðargersemar, ígildi mikilla listaverka. Að pakka Náttúruminjasafni Íslands enn einu sinni niður lýsir fullkominni uppgjöf, óvisku og forsmán í garð þessa málefnis af hálfu menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skoraði ég opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn. Fyrir fáum árum var Náttúrufræðistofnun flutt til umhverfisráðuneytis og stofnað Náttúruminjasafn Íslands undir forræði menntamálaráðuneytis. Til málamynda var safninu holað niður við Túngötu og síðar í Loftskeytastöðinni gömlu við Suðurgötu. Nýverið var svo tilkynnt, að unnið væri að því að pakka öllu niður eina ferðina enn og setja í geymslur. Forstjóri safnsins er farinn frá, en þjóðminjaverði ætlað að standa yfir moldum þess, þó að hann hafi enga þekkingu á söfnun og varðveizlu náttúrugripa. Það kemur alls ekki á óvart, að þýzk stofnun, Senckenberg Gesellschaft für Naturforschung, sem reiddi af hendi hundruð sýna af sjávarlífverum (sjá Fréttab. 29.9.12), hefur nú krafizt þess að fá þau í hendur aftur, því að þar á bæ hafa menn augljóslega engan áhuga á því, að þau séu læst niðri í kistum um ókomin ár. Söfnun á þessum sýnum kostaði milljónir króna. Þegar Náttúruminjasafn var stofnað 2007 og sýningarskyldu létt af Náttúrufræðistofnun voru gerð mikil mistök við lagasetningu. Hvorugri stofnuninni voru sett nægilega skýr verkefni og margt hangir í lausu lofti. Eðlilegast hefði verið, að Náttúruminjasafn fengi að dafna á eigin forsendum, en óskýr ákvæði laga um afhendingu muna úr gamla safni Náttúrufræðifélagsins eru ósvinna og hafa hamlað starfsemi. Þá vakti það ekki síður furðu síðsumars 2010, að umhverfisráðherra hafði afskipti af hvalreka norður á Skaga og lét það mál í hendur Náttúrufræðistofnun í bága við meginhugsun safnalaga. Náttúruminjasöfn um allan heim hafa rannsóknir í flokkunarfræði að megin viðfangsefni, enda fær ekkert safn þrifizt án raunverulegra rannsókna. Það átti því að flytja allar flokkunarrannsóknir á dýrum, sveppum og plöntum yfir til Náttúruminjasafns. Ætli það sé ekki nærri lagi, að þeir séu aðeins þrír sem sinna slíkum störfum nú á Náttúrufræðistofnun, það er í fléttufræði, sveppafræði og skordýrum. Athuganir á mosum hafa legið niðri í nærri áratug, en háplöntum og þörungum hefur aldrei verið sinnt að gagni. Fulltrúi stofnunarinnar í norrænu flóruverkefni, Flora Nordica, er á níræðisaldri, og sýnir það bezt að ekki er hugsað til mikilla tilþrifa í þeirri grein. Flestir líffræðingar á Náttúrufræðistofnun fást við umhverfisverkefni. Rannsóknir í flokkunarfræði fara að einhverju leyti fram á öðrum stofnunum, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun og víðar, og hefði verið kjörið að sameina allar slíkar rannsóknir á einn stað fyrir miðlægan gagnagrunn. Margvísleg önnur rök eru og fyrir því að flytja flokkunarfræði alla í sömu deild. Það hefði mátt ætla, að eitt af verkefnum Náttúrufræðistofnunar á sviði jarðfræði væri að gefa út jarðfræðikort. En það voru Íslenskar orkurannsóknir, sem gáfu út sérlega vandað jarðfræðikort af Suðvesturlandi í fyrra. Það er örugglega um verulega skörun verkefna að ræða meðal stofnana hins opinbera, sem kostar skattborgara stórfé. Á hinn bóginn hefði verið skynsamlegt að flytja steinda- og bergfræði til Náttúruminjasafns. Í annan stað átti undanbragðalaust við aðskilnaðinn að flytja yfir til Náttúruminjasafns alla muni og bækur, sem tilheyrðu Náttúrufræðifélaginu 1947. Þetta eru hinar raunverulegu eigur Náttúruminjasafns. Félagið afhenti þær ríkinu með ákveðnum skilyrðum, og hefur hið opinbera engan rétt á að ráðstafa þeim eftir geðþótta. Ríkisendurskoðandi komst einnig að þessari niðurstöðu í áliti sínu. Málefni Náttúruminjasafns eru nú komin í hnút, sem erfitt verður að greiða úr. Samskipti á milli þess og Náttúrufræðistofnunar hafa verið stirð, ef dæma má af blaðafregnum þar um. Þá er alltaf hætta á, að stjórnmálamenn reyni að leysa mál með því að hygla öðrum og kæmi engum á óvart, að reynt verði að finna einhverjar lausnir til málamynda og lappa upp á bágan fjárhag annarra með því að leigja aðstöðu til bráðabirgða eins og jafnan áður. Þannig starfa pólitíkusar. Stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags getur ekki lengur skellt skollaeyrum við ófremdarástandi í málum Náttúruminjasafns. Henni ber að fá samninginn frá 1947 dæmdan ógildan vegna vanefnda og endurheimta allar eigur sínar að nýju. Það verður að leita nýrra leiða. Grasasafn Stefáns Stefánssonar, Helga Jónssonar og fleiri, dýrasafn frá Bjarna Sæmundssyni og fjöldi annarra sýna hafa legið vanrækt í fjölda ára og hætt við að þessi söfn liggi undir skemmdum, ef sumt er ekki þegar ónýtt. Í raun eru þetta þjóðargersemar, ígildi mikilla listaverka. Að pakka Náttúruminjasafni Íslands enn einu sinni niður lýsir fullkominni uppgjöf, óvisku og forsmán í garð þessa málefnis af hálfu menntamálaráðherra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun