Fordómarnir finnast líka í kerfinu Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. október 2012 08:00 Öll málverk á veggjum Klepps eru eftir vistmenn á spítalanum. Listakonan GÍA málaði þessar myndir fyrr á árinu sem sýna líðan sjúklinga á ólíkum stigum. Samfélagsteymið sinnir skjólstæðingum sem lifa lífinu að mestu utan stofnana. Fréttablaðið/Vilhelm Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. Æ færri hafa lagst inn á geðdeildir og sjúklingar liggja helmingi skemur inni eftir að samfélagsteymi á vegum geðsviðs Landspítalans (LSH) tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Teymið sinnir gegnumgangandi um 60 einstaklingum sem eiga við alvarlega geðsjúkdóma að stríða og þurfa stuðning í sínu daglega lífi. Þjónustan nær í einstaka tilvikum til einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins, þá með símtölum og einstaka vitjunum.Skilað tilætluðum árangri Teymið var stofnað sem tilraunaverkefni til tveggja ára í mars árið 2010 en starfsemi þess var framlengd í ljósi góðs árangurs. Flestir einstaklingar sem hópurinn sinnir eru að glíma við alvarlega geðrofssjúkdóma; geðklofa, geðhvörf eða geðhvarfaklofa. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, segir nauðsynlegt að koma á frekara samstarfi milli heilbrigðiskerfisins og félagslegu kerfanna í sveitarfélögunum. "Það er ömurlegt ástand í sumum sveitarfélögum og við merkjum mun á aðstæðum eftir því hvar fólk býr," segir hún, en forsvarsmenn á Kleppi sögðu í Fréttablaðinu á laugardag að Kópavogur, Hafnarfjörður og Árborg stæðu sérstaklega illa er varðar þjónustu við geðfatlaða einstaklinga. "Við erum hugsi yfir þessu og það vantar stefnu í þessi mál."Fordómar innan kerfisins Magnús Haraldsson geðlæknir segir samvinnu innan kerfisins hafa verið veikan hlekk í starfinu. Þá sé geðheilbrigðisþjónusta innan heilsugæslustöðvanna skammt á veg komin og nauðsynlegt sé að gera eitthvað í því. Hann segir málaflokkinn hafa orðið út undan á mörgum stöðum og svarar því játandi hvort fordómar gætu spilað þar hlut í máli. "Fordómar eru alls staðar; bæði innan sem utan heilbrigðis- og félagslega kerfisins," segir hann. Guðbjörg bætir við að afskaplega mikil fáfræði ríki í samfélaginu um geðsjúkdóma og starfsmenn innan kerfisins verði að taka það að hluta til sín. "Við vitum svo mikið; hvernig fólk hegðar sér, undirliggjandi orsök veikindanna og aðstæður sem draga úr geðheilsu," segir hún. "Þetta er allt saman pólitískt og því verða sveitarfélögin að vinna að því að efla þetta fólk frá byrjun. Geðheilsa er náttúrulega rammpólitísk, eins og flest annað. Líka hvernig á að fara að þegar fólk veikist."Kleppur er víða Engar tölur eru til yfir þá einstaklinga sem veikjast af geðsjúkdómum en leita sér aldrei hjálpar. Guðbjörg og Magnús segja óvarlegt að áætla nokkuð um það, en mögulegt sé að skoða erlendar rannsóknir í þessu samhengi og sjá algengi hinna ýmsu geðsjúkdóma og bera það saman við innlagnir sjúklinga. "Það eru til einhverjar tölur sem segja að kerfin nái um 30 prósentum þeirra þunglyndissjúklinga sem þurfa á hjálp að halda," segir Magnús. "Algengi er vissulega meira en þjónustan sem við erum að sinna, en óvarlegt er að áætla hversu margir það eru." Algengi geðklofa er talið vera á bilinu 0,7 til eitt prósent, en sjúklingarnir eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi eins og gengur og gerist með flesta sjúkdóma. Um tuttugu prósent geðklofasjúklinga ná sér tiltölulega fljótt og fara af lyfjum, svo eru önnur tuttugu prósent sem verða mjög veik og þurfa mikinn stuðning í langan tíma. Flestir eru svo þar á milli.Skref í rétta átt í Breiðholti Sérstök geðheilsustöð hefur verið stofnuð í Breiðholti og segja Magnús og Guðbjörg slíkar stöðvar líklega vera framtíðina. Það sé dæmi um góða samvinnu á milli heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustunnar, þar sem starfar bæði geðteymi og aðrir starfsmenn sem þjónusta sérstaklega íbúa Breiðholts. "Það eru meira en 30 ár síðan þjónustan byggðist upp í löndunum í kringum okkur," segir Magnús. Guðbjörg bætir við að þróunin á Íslandi síðustu 10 ár sé vissulega skref í rétta átt. Styttri tími á stofnunum og færri innlagnir geðsjúkra séu ein birtingarmynd þess. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. Æ færri hafa lagst inn á geðdeildir og sjúklingar liggja helmingi skemur inni eftir að samfélagsteymi á vegum geðsviðs Landspítalans (LSH) tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Teymið sinnir gegnumgangandi um 60 einstaklingum sem eiga við alvarlega geðsjúkdóma að stríða og þurfa stuðning í sínu daglega lífi. Þjónustan nær í einstaka tilvikum til einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins, þá með símtölum og einstaka vitjunum.Skilað tilætluðum árangri Teymið var stofnað sem tilraunaverkefni til tveggja ára í mars árið 2010 en starfsemi þess var framlengd í ljósi góðs árangurs. Flestir einstaklingar sem hópurinn sinnir eru að glíma við alvarlega geðrofssjúkdóma; geðklofa, geðhvörf eða geðhvarfaklofa. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, segir nauðsynlegt að koma á frekara samstarfi milli heilbrigðiskerfisins og félagslegu kerfanna í sveitarfélögunum. "Það er ömurlegt ástand í sumum sveitarfélögum og við merkjum mun á aðstæðum eftir því hvar fólk býr," segir hún, en forsvarsmenn á Kleppi sögðu í Fréttablaðinu á laugardag að Kópavogur, Hafnarfjörður og Árborg stæðu sérstaklega illa er varðar þjónustu við geðfatlaða einstaklinga. "Við erum hugsi yfir þessu og það vantar stefnu í þessi mál."Fordómar innan kerfisins Magnús Haraldsson geðlæknir segir samvinnu innan kerfisins hafa verið veikan hlekk í starfinu. Þá sé geðheilbrigðisþjónusta innan heilsugæslustöðvanna skammt á veg komin og nauðsynlegt sé að gera eitthvað í því. Hann segir málaflokkinn hafa orðið út undan á mörgum stöðum og svarar því játandi hvort fordómar gætu spilað þar hlut í máli. "Fordómar eru alls staðar; bæði innan sem utan heilbrigðis- og félagslega kerfisins," segir hann. Guðbjörg bætir við að afskaplega mikil fáfræði ríki í samfélaginu um geðsjúkdóma og starfsmenn innan kerfisins verði að taka það að hluta til sín. "Við vitum svo mikið; hvernig fólk hegðar sér, undirliggjandi orsök veikindanna og aðstæður sem draga úr geðheilsu," segir hún. "Þetta er allt saman pólitískt og því verða sveitarfélögin að vinna að því að efla þetta fólk frá byrjun. Geðheilsa er náttúrulega rammpólitísk, eins og flest annað. Líka hvernig á að fara að þegar fólk veikist."Kleppur er víða Engar tölur eru til yfir þá einstaklinga sem veikjast af geðsjúkdómum en leita sér aldrei hjálpar. Guðbjörg og Magnús segja óvarlegt að áætla nokkuð um það, en mögulegt sé að skoða erlendar rannsóknir í þessu samhengi og sjá algengi hinna ýmsu geðsjúkdóma og bera það saman við innlagnir sjúklinga. "Það eru til einhverjar tölur sem segja að kerfin nái um 30 prósentum þeirra þunglyndissjúklinga sem þurfa á hjálp að halda," segir Magnús. "Algengi er vissulega meira en þjónustan sem við erum að sinna, en óvarlegt er að áætla hversu margir það eru." Algengi geðklofa er talið vera á bilinu 0,7 til eitt prósent, en sjúklingarnir eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi eins og gengur og gerist með flesta sjúkdóma. Um tuttugu prósent geðklofasjúklinga ná sér tiltölulega fljótt og fara af lyfjum, svo eru önnur tuttugu prósent sem verða mjög veik og þurfa mikinn stuðning í langan tíma. Flestir eru svo þar á milli.Skref í rétta átt í Breiðholti Sérstök geðheilsustöð hefur verið stofnuð í Breiðholti og segja Magnús og Guðbjörg slíkar stöðvar líklega vera framtíðina. Það sé dæmi um góða samvinnu á milli heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustunnar, þar sem starfar bæði geðteymi og aðrir starfsmenn sem þjónusta sérstaklega íbúa Breiðholts. "Það eru meira en 30 ár síðan þjónustan byggðist upp í löndunum í kringum okkur," segir Magnús. Guðbjörg bætir við að þróunin á Íslandi síðustu 10 ár sé vissulega skref í rétta átt. Styttri tími á stofnunum og færri innlagnir geðsjúkra séu ein birtingarmynd þess.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01
Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01
Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00
Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00