Heilbrigðar tennur! Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun