Telur að fjöldi barna dvelji ólöglega á Íslandi í dag [email protected] [email protected] skrifar 23. nóvember 2012 07:00 Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttir Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá.
Fréttir Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira