Já, það er hægt! Michelle Bachelet skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsátak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið samþykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætluninni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismunun gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þessari vá. Félagar í óteljandi samtökum vinna þrotlaust í þágu fórnarlamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreginna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau loforð sem þær hafa gefið á alþjóðavettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlkum. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leiðtoga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta barsmíðum, verið nauðgað, verið misnotaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýðræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mannréttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldismönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viðurstyggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvaraleysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun