Sérstakur saksóknari slær skjaldborg um bankana Ólafur Hauksson skrifar 13. desember 2012 06:00 Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan „venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. Ég hef áður minnst á þessi tvö mál hér í Fréttablaðinu, en tel rétt að sýna nánar fram á muninn á vinnubrögðum embættisins. Annars vegar er þetta kæra bankanna á hendur Aroni Karlssyni og hins vegar kæra mín og félaga minna á hendur Pálma Haraldssyni og vitorðsmönnum hans. Bankarnir kærðu Aron fyrir að blekkja þá um verðmæti fasteignar í tengslum við skuldaskil, jafnvel þó fáir viti meira um verðmæti fasteigna í Reykjavík en bankamenn. En saksóknari ákvað samt umsvifalaust að hefja opinbera rannsókn. Ég og félagar mínir kærðum Pálma og vitorðsmenn hans fyrir að blekkja okkur um verðmæti Iceland Express við sölu síðustu hluta okkar í félaginu. Okkur hafði verið sýnt falskt verðmat frá Deloitte sem hafði afgerandi áhrif á það að við seldum Pálma hlutina langt undir raunvirði. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem síðan rann inn í embætti sérstaks saksóknara, vísaði kærunni frá án rannsóknar. Taldi að þetta hefðu einfaldlega verið viðskipti. Saksóknari réðst hins vegar umsvifalaust í húsleit hjá Aroni til að afla sönnunargagna um meintar blekkingar hans gagnvart bankamönnum. Eitt mikilvægasta sönnunargagnið taldi embættið vera afrit af textaspjalli Arons við bróður hans á Skype, tæpu hálfu ári áður en blekkingarnar áttu að hafa gerst.Sönnunargögn Loks eftir að við höfðum sjálfir aflað sönnunargagna frá Deloitte var fallist á að rannsaka kæruna á hendur Pálma og félögum. Rannsóknin fór þannig fram að hringt var í lögmann Pálma, sem hafði annast samningagerðina. Lögmaðurinn var spurður hvort hann hefði umrætt falskt verðmat í fórum sínum (hann hafði neitað að afhenda það á sínum tíma). Nei, hann sagðist ekki finna það. Takk fyrir, vertu blessaður. Þar með var skjalið ekki til að mati rannsakenda. Húsleit? Ekki í boði fyrir venjulegt fólk, bara banka. Þrátt fyrir að öll gögn í máli Arons sýndu að hann hafði hagnast um 10-15% á því að selja húseign við Skúlagötu eftir að hafa gengið frá samningum við bankana, þá ákærði sérstakur saksóknari hann fyrir að hafa haft af þeim 300 milljónir króna. Sérstakur saksóknari hélt fast við fullyrðinguna um að Aron hefði blekkt bankamennina um verðmæti fasteignarinnar, jafnvel þó að bankarnir hefðu sjálfir gert Aroni tilboð um fullnaðargreiðslu á veðskuldunum sem á endanum var samið var um – og fengið allt greitt. Og dómarinn féllst á að þessi viðskipti væru refsiverð. Í okkar tilfelli sýndum við sérstökum saksóknara skýr gögn um blekkingar Pálma og félaga. Samkvæmt hinu falska verðmati Deloitte var hagnaður Iceland Express sagður 89 milljónir króna, meðan hann var í raun 290 milljónir króna. Fyrirtækið var því í raun þrisvar til fjórum sinnum verðmætara en fullyrt var við samningagerðina. En sérstakur saksóknari taldi svoleiðis sannanir ekkert gildi hafa, a.m.k. ekki í samanburði við textaspjall á Skype.Rán verður að viðskiptum Aron bauð bönkunum að taka húsið við Skúlagötu til sín, en þeir höfnuðu því og vildu frekar selja það á nauðungaruppboði. Þeir gerðu þó ekkert í því og hvöttu Aron til að kaupa upp veðskuldirnar, sem hann gerði. Bankarnir fengu þannig mun hærri greiðslur en við nauðungarsölu og voru meira en sáttir. En þegar Aron seldi svo húsið með hagnaði eftir að hafa fallist á tilboð bankanna um skuldauppgjör, þá ærðust þeir og hlupu í fangið á saksóknara, sem tók að sér innheimtustörf með refsivöndinn á lofti. Endalok samskipta okkar venjulegra manna af götunni við sérstakan saksóknara, eftir margra ára þref, voru hins vegar þau að hann henti okkur út. Sagðist ekki skipta sér af viðskiptum. Þegar þessi tvö kærumál eru borin saman, þá er atgangurinn gegn Aroni ekkert annað en ósmekklegt grín sem Hæstiréttur hlýtur að leiðrétta. Þjónkun sérstaks saksóknara við bankana í því máli er ámátleg. Bankarnir eru sérfræðingar, alltaf í yfirburðastöðu gagnvart fólki og verða fráleitt blekktir af skuldunautum sinum. Einnig er ljóst að bankarnir högnuðust stórlega, því þetta var krafa sem þeir höfðu fengið fyrir slikk frá föllnu bönkunum. Við vorum rændir, en sérstakur saksóknari kallar það viðskipti. Aron og bankarnir áttu í viðskiptum, en sérstakur saksóknari kallar það rán. Engin furða þó að orðræða Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni sé mörgum hugleikin: „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan „venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. Ég hef áður minnst á þessi tvö mál hér í Fréttablaðinu, en tel rétt að sýna nánar fram á muninn á vinnubrögðum embættisins. Annars vegar er þetta kæra bankanna á hendur Aroni Karlssyni og hins vegar kæra mín og félaga minna á hendur Pálma Haraldssyni og vitorðsmönnum hans. Bankarnir kærðu Aron fyrir að blekkja þá um verðmæti fasteignar í tengslum við skuldaskil, jafnvel þó fáir viti meira um verðmæti fasteigna í Reykjavík en bankamenn. En saksóknari ákvað samt umsvifalaust að hefja opinbera rannsókn. Ég og félagar mínir kærðum Pálma og vitorðsmenn hans fyrir að blekkja okkur um verðmæti Iceland Express við sölu síðustu hluta okkar í félaginu. Okkur hafði verið sýnt falskt verðmat frá Deloitte sem hafði afgerandi áhrif á það að við seldum Pálma hlutina langt undir raunvirði. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem síðan rann inn í embætti sérstaks saksóknara, vísaði kærunni frá án rannsóknar. Taldi að þetta hefðu einfaldlega verið viðskipti. Saksóknari réðst hins vegar umsvifalaust í húsleit hjá Aroni til að afla sönnunargagna um meintar blekkingar hans gagnvart bankamönnum. Eitt mikilvægasta sönnunargagnið taldi embættið vera afrit af textaspjalli Arons við bróður hans á Skype, tæpu hálfu ári áður en blekkingarnar áttu að hafa gerst.Sönnunargögn Loks eftir að við höfðum sjálfir aflað sönnunargagna frá Deloitte var fallist á að rannsaka kæruna á hendur Pálma og félögum. Rannsóknin fór þannig fram að hringt var í lögmann Pálma, sem hafði annast samningagerðina. Lögmaðurinn var spurður hvort hann hefði umrætt falskt verðmat í fórum sínum (hann hafði neitað að afhenda það á sínum tíma). Nei, hann sagðist ekki finna það. Takk fyrir, vertu blessaður. Þar með var skjalið ekki til að mati rannsakenda. Húsleit? Ekki í boði fyrir venjulegt fólk, bara banka. Þrátt fyrir að öll gögn í máli Arons sýndu að hann hafði hagnast um 10-15% á því að selja húseign við Skúlagötu eftir að hafa gengið frá samningum við bankana, þá ákærði sérstakur saksóknari hann fyrir að hafa haft af þeim 300 milljónir króna. Sérstakur saksóknari hélt fast við fullyrðinguna um að Aron hefði blekkt bankamennina um verðmæti fasteignarinnar, jafnvel þó að bankarnir hefðu sjálfir gert Aroni tilboð um fullnaðargreiðslu á veðskuldunum sem á endanum var samið var um – og fengið allt greitt. Og dómarinn féllst á að þessi viðskipti væru refsiverð. Í okkar tilfelli sýndum við sérstökum saksóknara skýr gögn um blekkingar Pálma og félaga. Samkvæmt hinu falska verðmati Deloitte var hagnaður Iceland Express sagður 89 milljónir króna, meðan hann var í raun 290 milljónir króna. Fyrirtækið var því í raun þrisvar til fjórum sinnum verðmætara en fullyrt var við samningagerðina. En sérstakur saksóknari taldi svoleiðis sannanir ekkert gildi hafa, a.m.k. ekki í samanburði við textaspjall á Skype.Rán verður að viðskiptum Aron bauð bönkunum að taka húsið við Skúlagötu til sín, en þeir höfnuðu því og vildu frekar selja það á nauðungaruppboði. Þeir gerðu þó ekkert í því og hvöttu Aron til að kaupa upp veðskuldirnar, sem hann gerði. Bankarnir fengu þannig mun hærri greiðslur en við nauðungarsölu og voru meira en sáttir. En þegar Aron seldi svo húsið með hagnaði eftir að hafa fallist á tilboð bankanna um skuldauppgjör, þá ærðust þeir og hlupu í fangið á saksóknara, sem tók að sér innheimtustörf með refsivöndinn á lofti. Endalok samskipta okkar venjulegra manna af götunni við sérstakan saksóknara, eftir margra ára þref, voru hins vegar þau að hann henti okkur út. Sagðist ekki skipta sér af viðskiptum. Þegar þessi tvö kærumál eru borin saman, þá er atgangurinn gegn Aroni ekkert annað en ósmekklegt grín sem Hæstiréttur hlýtur að leiðrétta. Þjónkun sérstaks saksóknara við bankana í því máli er ámátleg. Bankarnir eru sérfræðingar, alltaf í yfirburðastöðu gagnvart fólki og verða fráleitt blekktir af skuldunautum sinum. Einnig er ljóst að bankarnir högnuðust stórlega, því þetta var krafa sem þeir höfðu fengið fyrir slikk frá föllnu bönkunum. Við vorum rændir, en sérstakur saksóknari kallar það viðskipti. Aron og bankarnir áttu í viðskiptum, en sérstakur saksóknari kallar það rán. Engin furða þó að orðræða Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni sé mörgum hugleikin: „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar