Gefa rafmagnsljósunum frí [email protected] skrifar 18. desember 2012 12:00 Camerarctica Tónleikarnir enda alltaf á sálminum Í dag er glatt í döprum hjörtum og oftast hljóma síðustu tónarnir um leið og klukkurnar í kirkjunum slá tíu. „Við stofnuðum þennan kammerhóp þegar við komum heim frá námi og á hverju einasta ári höfum við haldið svona kertaljósatónleika. Létum sérútbúa kertastjaka og flytjum þá á milli og gefum rafmagnsljósunum alveg frí. Svo er bara rökkrið kringum áheyrendur og það ríkir mikil stemmning," segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari í Camerarctica. Fram undan eru fernir tónleikar í jafnmörgum kirkjum, í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöld 19. desember, í Kópavogskirkju fimmtudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju föstudagskvöldið 21. desember og í Dómkirkjunni laugardagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og hefjast allir klukkan 21. Flytjendur eru auk Hallfríðar flautuleikara þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Rannveig Marta Sarc fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Aðgangseyrir er 2.500 og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. „Þetta er 20. árið sem svona tónleikar eru haldnir og nú verðum við með sömu efnisskrá og við byrjuðum með," segir Hallfríður. „Tvær af perlum Mozarts, Klarinettukvintettinn og Flautukvartettinn í D-dúr. Það eru mikil uppáhaldsverk sem hafa fengið að hljóma af og til. Að venju lýkur tónleikunum á Í dag er glatt í döprum hjörtum úr Töfraflautunni og oftast hljóma síðustu tónarnir um leið og klukkurnar í kirkjunum slá tíu. Við höfum fundið mikið þakklæti fyrir að hafa staðið að þessu. Mörgum finnst ómissandi að koma úr miðri ösinni inn í kyrrðina og kertaljósin og hlusta á eitthvað fallegt og friðsælt fyrir jólin." Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Við stofnuðum þennan kammerhóp þegar við komum heim frá námi og á hverju einasta ári höfum við haldið svona kertaljósatónleika. Létum sérútbúa kertastjaka og flytjum þá á milli og gefum rafmagnsljósunum alveg frí. Svo er bara rökkrið kringum áheyrendur og það ríkir mikil stemmning," segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari í Camerarctica. Fram undan eru fernir tónleikar í jafnmörgum kirkjum, í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöld 19. desember, í Kópavogskirkju fimmtudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju föstudagskvöldið 21. desember og í Dómkirkjunni laugardagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og hefjast allir klukkan 21. Flytjendur eru auk Hallfríðar flautuleikara þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Rannveig Marta Sarc fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Aðgangseyrir er 2.500 og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. „Þetta er 20. árið sem svona tónleikar eru haldnir og nú verðum við með sömu efnisskrá og við byrjuðum með," segir Hallfríður. „Tvær af perlum Mozarts, Klarinettukvintettinn og Flautukvartettinn í D-dúr. Það eru mikil uppáhaldsverk sem hafa fengið að hljóma af og til. Að venju lýkur tónleikunum á Í dag er glatt í döprum hjörtum úr Töfraflautunni og oftast hljóma síðustu tónarnir um leið og klukkurnar í kirkjunum slá tíu. Við höfum fundið mikið þakklæti fyrir að hafa staðið að þessu. Mörgum finnst ómissandi að koma úr miðri ösinni inn í kyrrðina og kertaljósin og hlusta á eitthvað fallegt og friðsælt fyrir jólin."
Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira