Sorgarsaga Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. desember 2012 06:00 Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun