Jack White með öruggan sigur 20. desember 2012 06:00 Bestu erlendu plöturnar umslög Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið