
Með hækkandi sól
Festa lykilatriði
Með stöðvun skuldasöfnunar ríkissjóðs búum við í haginn fyrir endurgreiðslu skulda. Festa og jafnvægi í ríkisfjármálum eru lykilatriði í að viðhalda fjármálastöðugleika, auka traust og tryggja þannig aðgengi að nauðsynlegri endurfjármögnun. Um leið er þetta mikilvægur liður í því að gera okkur kleift að losa fjármagnshöftin.
Frumjöfnuður í rekstri ríkisins árið 2012 var meðal þeirra skýru markmiða sem sett voru varðandi afkomu ríkissjóðs eftir hrun. Þá hefur verið stefnt að því að heildarjöfnuður, þegar vaxtajöfnuður er meðtalinn, verði orðinn jákvæður á árinu 2014.
Stór áfangi er í augsýn í að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs, ná niður vaxtakostnaði og treysta grunn velferðarsamfélagsins til framtíðar.
Aðgerðir til að ná þessu markmiði hafa verið blönduð leið tekjuöflunar og útgjaldalækkunar, sem var forsenda þess að markmiðum stjórnvalda um félagslegan jöfnuð yrði náð. Árangurinn af þessu er býsna góður og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Það er ekki síst fyrir þá sök að á aðhaldstímum hefur tekist að minnka atvinnuleysi. Um mitt ár 2009 var það um 9% en var komið niður í 5% á seinnihluta þessa árs. Þá hefur vakið eftirtekt að á Íslandi hefur þrátt fyrir efnahagshrunið tekist að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins og hag þeirra sem bjuggu við lökust kjör.
Fjárfestingaáætlun til góðs
Nýsamþykkt fjárlög og lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum taka mið af þeirri nauðsyn sem örvun fjárfestingar er. Um mikilvægi hennar á Íslandi þarf ekki að fjölyrða. Einkum er nauðsynlegt að auka atvinnuvegafjárfestingu og leggja þannig grunn að verðmætasköpun og jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði til frambúðar.
Ráðgjafafyrirtækið McKinsey benti á í nýlegri skýrslu um vaxtarleið fyrir Ísland, að sérstaka rækt yrði að leggja við alþjóðageirann, sem er sá hluti atvinnulífsins sem byggir ekki síst á virkjun hugvits í alþjóðlegri samkeppni. Vexti mikilvægustu auðlindagreina okkar eru náttúruleg takmörk sett svo til framtíðar þurfum við í auknum mæli að reiða okkur á fyrrnefndan alþjóðageira.
Af þessu hefur stefna ríkisstjórnarinnar tekið mið og hennar sér stað í nýsamþykktum fjárlögum. Fjárfestingaáætlun sem er hluti af fjárlagagerð næsta árs byggist meðal annars á því að við nýtum hluta auðlindaarðs þjóðarinnar til eflingar innviða og uppbyggingar atvinnulífs. Tækniþróunarsjóður og Rannsóknasjóður er efldur um 750 milljónir króna á ári. Þá renna um 500 milljónir til markáætlana sem gefa fjölmörgum frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri til að þróa verðmæta vöru og þjónustu.
Enn fremur renna 500 milljónir króna í græna hagkerfið, en þar eru mörg sóknarfæri til framtíðar, og 200 milljónir fara í að styðja fyrirtæki við að þróa umhverfisvænni lausnir. Þarna eru brýn verkefni á ferð enda skapast með þessu ný störf og verðmæti.
Jafnframt er hafið ferli til lækkunar launatengdra gjalda með lækkun tryggingagjalds.
Hugað að barnafjölskyldum
Ein mikilvægustu tíðindin í nýsamþykktum fjárlögum eru þau að áfram er forgangsraðað í þágu bættra kjara hópa sem mest þurfa á að halda. Bættur hagur barnafjölskyldna er í fyrirrúmi, enda hafa greiningar á stöðu barnafjölskyldna sýnt að rík þörf er á að huga að kjörum þessa hóps og tryggja velferð barna til framtíðar. Alls verður um fjórum og hálfum milljarði króna varið til hækkunar barnabóta og framlengingar sérstakrar hækkunar vaxtabóta. Í kjölfar þessarar hækkunar munu um 11 milljarðar renna til barnafjölskyldna á næsta ári.
Endurnýjunarþróttur
Það er ánægjulegt að geta haldið jólahátíðina og fagnað um leið þeim áfanga sem við erum að ná í að vinna úr afleiðingum hruns fjármálakerfisins. Við sjáum dæmi um endurnýjunarþrótt atvinnulífsins í nýjum greinum sem hafa verið að vaxa og dafna.
Næstu verkefni okkar eru að fylgja þessum árangri eftir svo við náum markmiðum efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar um jöfnuð og afgang í ríkisfjármálum á næstu árum, aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu, fjölgun starfa og bættan hag heimilanna.
Skoðun

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar