Framtíðarskóli fyrir alla Jórunn Tómasdóttir skrifar 28. desember 2012 08:00 Samkvæmt lögum á framhaldsskólinn að vera fyrir alla án aðgreiningar. Mér finnst að okkur hafi ekki tekist nægilega vel til hvað þetta varðar og liggja til þess ýmsar ástæður. Í reynd kristallast vandi menntakerfisins í þeim vandamálum sem við í Fjölbrautaskóla Suðurnesja erum stöðugt að kljást við. FS er skóli fyrir alla án aðgreiningar. Hann tekur við allri nemendaflórunni upp úr grunnskólanum. Í skólanum er unnið gífurlega gott og uppbyggilegt starf fyrir þá sem minna mega sín, bæði í sérdeild og á starfsbraut. Tveggja ára brautirnar eru góð viðbót fyrir nemendur sem af ýmsum orsökum geta ekki eða treysta sér ekki til að takast á við lengra nám. En það má ekki gleyma afburðanemendunum. Þeir verða líka að fá námsumhverfi við sitt hæfi. Það má ekki afgreiða þá með að þeir bara spjari sig. Stundum finnst mér eins og menntakerfið sé orðið eins og uppdagað nátttröll lengst inni á öræfum. Inntak og form náms eru ekki í neinum takt við þann raunheim sem nemendur lifa og hrærast í. Við erum búin að ganga í gegnum gífurlega flókna tæknibyltingu, upplýsingabyltingu á örskömmum tíma sem hefur umbylt veruleikanum og dregið alheiminn inn í stofu hvers manns. Skólinn er í eðli sínu íhaldssamur og á líka að vera það að vissu marki. En hann má ekki verða svo íhaldssamur að hann einangrist innan í sjálfum sér. Verði eins og lokað kerfi. Við kennarar kvörtum og kveinum yfir doða og áhugaleysi nemenda okkar. Við kvörtum yfir því að þeir lesi ekkert, vinni ekki heimavinnuna sína, slugsi, slóri og flosni svo upp. Brottfall er stór og dýr meinsemd. Menntakerfið kostar skattborgara drjúgan skilding og varla er hægt að kenna launum kennara um þann óhóflega kostnað. Ég hef lengi talið að skólakerfið verði að fara að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir en ekki þar sem því finnst að þeir ættu að vera staddir. Það þyrfti að umturna öllu kerfinu innan frá, hugsa inntakið og markmiðin algerlega upp á nýtt, stokka allt upp á nýjan leik. Það er engin lausn fólgin í því að staga sífellt í götin og bæta við hjáleiðum þangað til kerfið er orðið eins og eitt risastórt, brogað og ósamstætt bútasaumsteppi.Ný hugsun Nýtt Ísland, nýr skóli, ný hugsun. Hugarfarsbreytingin sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda verður hvergi til nema í menntakerfinu. Nýi skólinn, bæði grunn- og framhaldsskólinn, þarf að vera sveigjanlegri, námsinntakið nýstárlegra, fjölbreyttara, meira skapandi bæði í hugsun og verki, í meiri tengslum við raunheiminn og við hæfi þess breiða nemendahóps sem hann á að höfða til. Samstarf skólastiga þarf að vera miklu markvissara. Framhaldsskólinn á ekki að þurfa að velkjast í vafa um hvað nemandinn á að hafa á valdi sínu og kunna skil á í kjarnagreinunum upp úr grunnskólanum. Skilin milli skólastiganna eiga að vera fljótandi. Mér fyndist þurfa að endurskoða áfangaskiptinguna í framhaldsskólanum, hafa ekki bara 102 og 103 heldur líka 101 auk sérdeilda og starfsbrauta. En eitt allra mikilvægasta verkefni skólans er að endurskoða og endurskapa inntak námsins til samræmis við veruleikann. Það þarf að fleyta skólanum inn í 21. öldina. Skólinn verður að halda standard. Skólinn verður að gera kröfur. Ég er alveg sammála því. Skólinn á að gera kröfur. En við höldum engum standard með því að fóðra nemendur á námsefni og kennsluháttum sem ná engan veginn til þeirra. Við getum ekki gert kröfur sem þeir geta ekki staðið undir. Við verðum að matreiða mismunandi efni ofan í mismunandi hópa, beita mismunandi námsmati og gera mismunandi kröfur – ef skólinn á að standa undir því nafni að vera fyrir alla og án aðgreiningar. Við megum ekki alltaf skýla okkur á bak við miðlæga námsskrá þegar rætt er um inntak námsins. Ef þeir í ráðuneytinu sjá ekki hvað það er arfavitlaust að skylda nemendur í ísl 202 til að læra málfræði og setningafræði í stað þess að leggja meiri áherslu á lestur og lesskilning, kannski með málfræðiívafi, þá verðum við kennarar að taka til okkar ráða. Annars erum við stöðugt að eyða ómældri orku, tíma og fjármunum til einskis. Nemendum leiðist, kennarar brenna út og verða hræðilega frústreraðir á eilífu eintali sínu við tómið. Skólastarfið verður fullkomlega óskilvirkt.Félagslegt úrræði Á tímum atvinnuleysis, niðurskurðar og almennrar eymdar í íslensku samfélagi finnst mér ekkert óeðlilegt að skólinn hafi hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði. Kannski ætti það að vera eitt af hlutverkum hans á öllum tímum. Einu sinni var einkum litið á skólann sem þekkingarmiðstöð, svo var lögð rík áhersla á hann sem uppeldismiðstöð og núna líka sem félagsmiðstöð. Það hlýtur alltaf að vera betra að halda unglingum inni í ákveðnu ferli innan veggja skólans en láta þá ráfa um göturnar iðjulausa. Mér finnst í sjálfu sér ekkert athugavert við að útskrifa nemendur á þann veg að viðkomandi hafi setið í viðkomandi áföngum í viðkomandi námsgreinum einhvern ákveðinn tíma en án eininga og einkunnar. Við vitum það hér að það eru svo ótrúlega margir nemendur með svo skerta námsgetu af ýmsum ástæðum að þeir munu aldrei geta áorkað neinum prófum. En þeir eru ekki óalandi eða óferjandi fyrir það. Það að vera í skólanum kemur þeim áleiðis bæði þekkingarlega, uppeldislega og félagslega þó það verði ekki endilega mælt á viðtekna mælistiku. Nýtt Ísland, nýr skóli, ný hugsun, betri skóli fyrir alla. Mér finnst að við verðum að vinna að því að auka veg starfsmenntunar og verknáms, listnáms og skapandi starfs. Styttri námsbrautir eiga fullan rétt á sér. Oft er talað um að verknámið sé svo dýrt. En hefur verið reiknað út hve dýrt það er að halda nemendum inni á bóknámsbraut með fall í áföngum önn eftir önn eða hefur verið reiknað út hve dýrt máttlítið stúdentspróf er sem aðgöngumiði að háskólanámi? Við þurfum að hugsa þetta allt upp á nýtt. Einnig menntun og laun kennara. Að lokum vil ég segja að kannski liggur vandi framhaldsskólans í því að honum hefur verið ætlað of víðfeðmt hlutverk. Í reynd má segja að framhaldsskólinn hafi tekið yfir gamla gagnfræðaskólann, iðnskólann, menntaskólann og líka alla þá nemendur sem áður hefðu ekki farið í neina skóla. Kannski þyrfti að skilgreina hlutverk hans betur og vera óhræddari við meiri niðurhólfun. Láta af pólitískri rétthugsun sem mér finnst hafa verið mikill dragbítur á allt skólastarf. Mér finnst t.a.m. mjög jákvætt og gott að framhaldsskólarnir séu ekki allir steyptir í sama mótið – nemendur okkar eru nefnilega ekki heldur allir eins og það er ekki hlutverk skólans að gera þá alla eins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum á framhaldsskólinn að vera fyrir alla án aðgreiningar. Mér finnst að okkur hafi ekki tekist nægilega vel til hvað þetta varðar og liggja til þess ýmsar ástæður. Í reynd kristallast vandi menntakerfisins í þeim vandamálum sem við í Fjölbrautaskóla Suðurnesja erum stöðugt að kljást við. FS er skóli fyrir alla án aðgreiningar. Hann tekur við allri nemendaflórunni upp úr grunnskólanum. Í skólanum er unnið gífurlega gott og uppbyggilegt starf fyrir þá sem minna mega sín, bæði í sérdeild og á starfsbraut. Tveggja ára brautirnar eru góð viðbót fyrir nemendur sem af ýmsum orsökum geta ekki eða treysta sér ekki til að takast á við lengra nám. En það má ekki gleyma afburðanemendunum. Þeir verða líka að fá námsumhverfi við sitt hæfi. Það má ekki afgreiða þá með að þeir bara spjari sig. Stundum finnst mér eins og menntakerfið sé orðið eins og uppdagað nátttröll lengst inni á öræfum. Inntak og form náms eru ekki í neinum takt við þann raunheim sem nemendur lifa og hrærast í. Við erum búin að ganga í gegnum gífurlega flókna tæknibyltingu, upplýsingabyltingu á örskömmum tíma sem hefur umbylt veruleikanum og dregið alheiminn inn í stofu hvers manns. Skólinn er í eðli sínu íhaldssamur og á líka að vera það að vissu marki. En hann má ekki verða svo íhaldssamur að hann einangrist innan í sjálfum sér. Verði eins og lokað kerfi. Við kennarar kvörtum og kveinum yfir doða og áhugaleysi nemenda okkar. Við kvörtum yfir því að þeir lesi ekkert, vinni ekki heimavinnuna sína, slugsi, slóri og flosni svo upp. Brottfall er stór og dýr meinsemd. Menntakerfið kostar skattborgara drjúgan skilding og varla er hægt að kenna launum kennara um þann óhóflega kostnað. Ég hef lengi talið að skólakerfið verði að fara að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir en ekki þar sem því finnst að þeir ættu að vera staddir. Það þyrfti að umturna öllu kerfinu innan frá, hugsa inntakið og markmiðin algerlega upp á nýtt, stokka allt upp á nýjan leik. Það er engin lausn fólgin í því að staga sífellt í götin og bæta við hjáleiðum þangað til kerfið er orðið eins og eitt risastórt, brogað og ósamstætt bútasaumsteppi.Ný hugsun Nýtt Ísland, nýr skóli, ný hugsun. Hugarfarsbreytingin sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda verður hvergi til nema í menntakerfinu. Nýi skólinn, bæði grunn- og framhaldsskólinn, þarf að vera sveigjanlegri, námsinntakið nýstárlegra, fjölbreyttara, meira skapandi bæði í hugsun og verki, í meiri tengslum við raunheiminn og við hæfi þess breiða nemendahóps sem hann á að höfða til. Samstarf skólastiga þarf að vera miklu markvissara. Framhaldsskólinn á ekki að þurfa að velkjast í vafa um hvað nemandinn á að hafa á valdi sínu og kunna skil á í kjarnagreinunum upp úr grunnskólanum. Skilin milli skólastiganna eiga að vera fljótandi. Mér fyndist þurfa að endurskoða áfangaskiptinguna í framhaldsskólanum, hafa ekki bara 102 og 103 heldur líka 101 auk sérdeilda og starfsbrauta. En eitt allra mikilvægasta verkefni skólans er að endurskoða og endurskapa inntak námsins til samræmis við veruleikann. Það þarf að fleyta skólanum inn í 21. öldina. Skólinn verður að halda standard. Skólinn verður að gera kröfur. Ég er alveg sammála því. Skólinn á að gera kröfur. En við höldum engum standard með því að fóðra nemendur á námsefni og kennsluháttum sem ná engan veginn til þeirra. Við getum ekki gert kröfur sem þeir geta ekki staðið undir. Við verðum að matreiða mismunandi efni ofan í mismunandi hópa, beita mismunandi námsmati og gera mismunandi kröfur – ef skólinn á að standa undir því nafni að vera fyrir alla og án aðgreiningar. Við megum ekki alltaf skýla okkur á bak við miðlæga námsskrá þegar rætt er um inntak námsins. Ef þeir í ráðuneytinu sjá ekki hvað það er arfavitlaust að skylda nemendur í ísl 202 til að læra málfræði og setningafræði í stað þess að leggja meiri áherslu á lestur og lesskilning, kannski með málfræðiívafi, þá verðum við kennarar að taka til okkar ráða. Annars erum við stöðugt að eyða ómældri orku, tíma og fjármunum til einskis. Nemendum leiðist, kennarar brenna út og verða hræðilega frústreraðir á eilífu eintali sínu við tómið. Skólastarfið verður fullkomlega óskilvirkt.Félagslegt úrræði Á tímum atvinnuleysis, niðurskurðar og almennrar eymdar í íslensku samfélagi finnst mér ekkert óeðlilegt að skólinn hafi hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði. Kannski ætti það að vera eitt af hlutverkum hans á öllum tímum. Einu sinni var einkum litið á skólann sem þekkingarmiðstöð, svo var lögð rík áhersla á hann sem uppeldismiðstöð og núna líka sem félagsmiðstöð. Það hlýtur alltaf að vera betra að halda unglingum inni í ákveðnu ferli innan veggja skólans en láta þá ráfa um göturnar iðjulausa. Mér finnst í sjálfu sér ekkert athugavert við að útskrifa nemendur á þann veg að viðkomandi hafi setið í viðkomandi áföngum í viðkomandi námsgreinum einhvern ákveðinn tíma en án eininga og einkunnar. Við vitum það hér að það eru svo ótrúlega margir nemendur með svo skerta námsgetu af ýmsum ástæðum að þeir munu aldrei geta áorkað neinum prófum. En þeir eru ekki óalandi eða óferjandi fyrir það. Það að vera í skólanum kemur þeim áleiðis bæði þekkingarlega, uppeldislega og félagslega þó það verði ekki endilega mælt á viðtekna mælistiku. Nýtt Ísland, nýr skóli, ný hugsun, betri skóli fyrir alla. Mér finnst að við verðum að vinna að því að auka veg starfsmenntunar og verknáms, listnáms og skapandi starfs. Styttri námsbrautir eiga fullan rétt á sér. Oft er talað um að verknámið sé svo dýrt. En hefur verið reiknað út hve dýrt það er að halda nemendum inni á bóknámsbraut með fall í áföngum önn eftir önn eða hefur verið reiknað út hve dýrt máttlítið stúdentspróf er sem aðgöngumiði að háskólanámi? Við þurfum að hugsa þetta allt upp á nýtt. Einnig menntun og laun kennara. Að lokum vil ég segja að kannski liggur vandi framhaldsskólans í því að honum hefur verið ætlað of víðfeðmt hlutverk. Í reynd má segja að framhaldsskólinn hafi tekið yfir gamla gagnfræðaskólann, iðnskólann, menntaskólann og líka alla þá nemendur sem áður hefðu ekki farið í neina skóla. Kannski þyrfti að skilgreina hlutverk hans betur og vera óhræddari við meiri niðurhólfun. Láta af pólitískri rétthugsun sem mér finnst hafa verið mikill dragbítur á allt skólastarf. Mér finnst t.a.m. mjög jákvætt og gott að framhaldsskólarnir séu ekki allir steyptir í sama mótið – nemendur okkar eru nefnilega ekki heldur allir eins og það er ekki hlutverk skólans að gera þá alla eins.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar