Renault og Fiat segja upp starfsfólki 16. janúar 2013 12:15 Það eru erfiðir dagar nú hjá bílaframleiðendum í suðurhluta Evrópu Fiat í miklum sóknarhug en Renault spilar vörn. Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til ítölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979. Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent
Fiat í miklum sóknarhug en Renault spilar vörn. Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til ítölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979.
Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent