Tíu lífseigustu goðsagnirnar um bíla 14. janúar 2013 14:30 Staðreyndir og trú fólks eiga stundum ekki samleið Margar eru goðsagnirnar um bíla sem eiga við lítil rök að styðjast. Bílavefurinn Jalopnik fékk lesendur til að meta hverjar væru þær lífseigustu og almennustu. Þeim er hér raðað í öfugri röð.10. T-Ford kom aðeins í svörtu Henry Ford á að hafa sagt að fólk gæti valið sér hvaða lit sem væri á T-Ford, svo lengi sem hann væri svartur. Bíllinn var hinsvegar boðinn í mörgum litum á seinni framleiðsluárum bílsins, þ.e. blár, rauður, grænn, grár, enn litirnir voru reyndar sumir svo dökkir að erfitt að greina þá frá svörtu. Af 15 milljón eintökum sem seldust af T-Ford, voru reyndar 12 milljónir svartir.9. Yfirgír eykur hraðann Á árum áður voru bílar gjarnan með "overgear", þ.e. yfirgír og stóðu margir í þeirri trú að með því að setja bílinn í "overgear" mætti komast hraðar. Þessi gír er hinsvegar ætlaður til langkeyrslu og með honum er bíllinn einfaldlega kominn í hærri gír og snúningur vélarinnar lækkar ef haldið er sama hraða.8. Stærri dekk auka hraða Fátt er nærri sanni, því stór dekk auka þyngd og eyðslu og minnka hröðun. Auk þess lyfta þau bílnum frá jörðu, loftflæði versnar og viðnám eykst. Því minnka þau hraða á margskonar hátt.7. Tryggingar eru dýrari fyrir rauða bíla Hefur einhver spurt þig um lit á bílnum þínum í samtölum við tryggingafélög? Líklega ekki þar sem ekki er vitað til að nokkurt tryggingafélag sé með auka álögur á rauða bíla. Þó svo margir sportbílar séu rauðir, þá kostar jafnmikið að tryggja bláa sportbíla, eða gráa.6. Skipta á um olíu á bílum á 5.000 kílómetra fresti Þessi regla átti kannski við á þeim tímum er bílar voru meiri hrákasmíð en þeir eru í dag. Þá var raunveruleg þörf á að skipta oft um olíu. Það á ekki við um bíla í dag og á nýjum bílum er jafnan ekki þörf á olíuskiptum nema á 15.000 km fresti.5. Superbensín eykur afl í venjulegum bílum Bílar sem smíðaðir eru til mikillar getu þurfa bensín með háa oktantölu, eða superbensín og eru vélar þeirra gerðar með það í huga. Ef þannig eldsneyti er ekki notað verður gangur þeirra skrikkjóttur og afl minnkar. Það á ekki við venjulega bíla og afl þeirra eykst ekki þó svo að notast séu við bensín með hárri oktantölu.4. Bíll getur ekið með vatn sem orkugjafa Lengi hefur sú mýta lifað að hægt sé að smíða bíl sem gengur fyrir vatni einu saman. Mikla orku þarf til að kljúfa efnasamband vatns, þ.e. H2O í vetni og súrefni og nýta svo vetnið sem orkugjafa. Því gengur bíll seint á vatni einu saman.3. Stórir bílar - öruggari bílar Margir foreldrar hafa þá trú að til að tryggja öryggi barna þeirra í umferðinni sé best að þeir aki um á stórum jeppum eða fjölnotabílum. Venjulegir fólksbílar eru hinsvegar ekki síður öruggir og þeir eru öruggari er kemur að stöðugleika á vegi en bílar með háan þyngdarpunkt. Við árekstur er jeppi ekki endilega öruggari en fólksbíll.2. Löggubílar eru með falið ofurafl Lífseigur misskilningur er að lögreglubílar séu aflmeiri en bílar sem almenningur getur keypt. Lögreglubílar eru ekki með sérstökum vélum eða hefur verið breytt til að auka afl þeirra. Margir þeirra eru hinsvegar með mjög aflllitlar vélar og teljast ódýrir bílar fyrir almenning.1. Flugvélabensín eykur afl bíla Þotur eru aflmiklar og hraðskreiðar, en það þýðir ekki að trikkið sé fólgið í því að setja flugvélaeldsneyti á bílinn. Flugvélaeldsneyti gæti hinsvegar skaðað bílvélar, er alls ekki ætlað til notkunar á bíla enda með annað efnisinnihald. Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent
Staðreyndir og trú fólks eiga stundum ekki samleið Margar eru goðsagnirnar um bíla sem eiga við lítil rök að styðjast. Bílavefurinn Jalopnik fékk lesendur til að meta hverjar væru þær lífseigustu og almennustu. Þeim er hér raðað í öfugri röð.10. T-Ford kom aðeins í svörtu Henry Ford á að hafa sagt að fólk gæti valið sér hvaða lit sem væri á T-Ford, svo lengi sem hann væri svartur. Bíllinn var hinsvegar boðinn í mörgum litum á seinni framleiðsluárum bílsins, þ.e. blár, rauður, grænn, grár, enn litirnir voru reyndar sumir svo dökkir að erfitt að greina þá frá svörtu. Af 15 milljón eintökum sem seldust af T-Ford, voru reyndar 12 milljónir svartir.9. Yfirgír eykur hraðann Á árum áður voru bílar gjarnan með "overgear", þ.e. yfirgír og stóðu margir í þeirri trú að með því að setja bílinn í "overgear" mætti komast hraðar. Þessi gír er hinsvegar ætlaður til langkeyrslu og með honum er bíllinn einfaldlega kominn í hærri gír og snúningur vélarinnar lækkar ef haldið er sama hraða.8. Stærri dekk auka hraða Fátt er nærri sanni, því stór dekk auka þyngd og eyðslu og minnka hröðun. Auk þess lyfta þau bílnum frá jörðu, loftflæði versnar og viðnám eykst. Því minnka þau hraða á margskonar hátt.7. Tryggingar eru dýrari fyrir rauða bíla Hefur einhver spurt þig um lit á bílnum þínum í samtölum við tryggingafélög? Líklega ekki þar sem ekki er vitað til að nokkurt tryggingafélag sé með auka álögur á rauða bíla. Þó svo margir sportbílar séu rauðir, þá kostar jafnmikið að tryggja bláa sportbíla, eða gráa.6. Skipta á um olíu á bílum á 5.000 kílómetra fresti Þessi regla átti kannski við á þeim tímum er bílar voru meiri hrákasmíð en þeir eru í dag. Þá var raunveruleg þörf á að skipta oft um olíu. Það á ekki við um bíla í dag og á nýjum bílum er jafnan ekki þörf á olíuskiptum nema á 15.000 km fresti.5. Superbensín eykur afl í venjulegum bílum Bílar sem smíðaðir eru til mikillar getu þurfa bensín með háa oktantölu, eða superbensín og eru vélar þeirra gerðar með það í huga. Ef þannig eldsneyti er ekki notað verður gangur þeirra skrikkjóttur og afl minnkar. Það á ekki við venjulega bíla og afl þeirra eykst ekki þó svo að notast séu við bensín með hárri oktantölu.4. Bíll getur ekið með vatn sem orkugjafa Lengi hefur sú mýta lifað að hægt sé að smíða bíl sem gengur fyrir vatni einu saman. Mikla orku þarf til að kljúfa efnasamband vatns, þ.e. H2O í vetni og súrefni og nýta svo vetnið sem orkugjafa. Því gengur bíll seint á vatni einu saman.3. Stórir bílar - öruggari bílar Margir foreldrar hafa þá trú að til að tryggja öryggi barna þeirra í umferðinni sé best að þeir aki um á stórum jeppum eða fjölnotabílum. Venjulegir fólksbílar eru hinsvegar ekki síður öruggir og þeir eru öruggari er kemur að stöðugleika á vegi en bílar með háan þyngdarpunkt. Við árekstur er jeppi ekki endilega öruggari en fólksbíll.2. Löggubílar eru með falið ofurafl Lífseigur misskilningur er að lögreglubílar séu aflmeiri en bílar sem almenningur getur keypt. Lögreglubílar eru ekki með sérstökum vélum eða hefur verið breytt til að auka afl þeirra. Margir þeirra eru hinsvegar með mjög aflllitlar vélar og teljast ódýrir bílar fyrir almenning.1. Flugvélabensín eykur afl bíla Þotur eru aflmiklar og hraðskreiðar, en það þýðir ekki að trikkið sé fólgið í því að setja flugvélaeldsneyti á bílinn. Flugvélaeldsneyti gæti hinsvegar skaðað bílvélar, er alls ekki ætlað til notkunar á bíla enda með annað efnisinnihald.
Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent