Ungstirnið Justin Bieber er duglegt við að koma sér í vandræði þessa dagana. Moshe Benabou, fyrrverandi lífvörður Bieber er búinn að kæra söngvarann fyrir líkamsárás.
Moshe var einu sinni í ísraelska hernum og kallar ekki allt ömmu sína en Bieber kýldi hann oft og mörgum sinnum í brjóstkassann þegar þeir urðu ósammála um öryggismál.
Bieber stendur í ströngu þessa dagana.Moshe vill fá skaðabætur vegna atviksins auk 420 þúsund dollara, tæplega 55 milljóna króna, í yfirvinnu sem hann fékk aldrei greidda.
Vefsíðan TMZ birti myndir af Bieber fyrir stuttu að reykja jónu og því er nóg að gera hjá söngvaranum að bæta ímynd sína.