Mercedes-Benz með lítinn sendibíl 21. janúar 2013 12:48 Nettur og snaggaralegur sendibíll frá Mercedes Benz Er afrakstur samststarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan. Mercedes-Benz hefur nú sett á markað nettan sendibíl sem fengið hefur nafnið Citan, þann minnsta sem ber nafn Mercedes Benz. Citan er afrakstur samstarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan því þessi bíll er í raun sami bíllinn og Renault Kangoo, sem vel þekktur er hér á landi. Citan er ætlað það hlutverk að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í atvinnubílum en Daimler AG, framleiðandi Mercedes-Benz, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Fyrir er þýski framleiðandinn með þónokkra línu sendibíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur verið talsvert vinsæll sendibíll hér á landi. Citan verður í boði með eyðslugrönnum dísil- og bensínvélum sem allar státa af lágri koltvísýringslosun. Citan má fá með Blue EFFICIENCY búnaði eins og lúxusbílar Mercedes-Benz eru boðnir en búnaðurinn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda. Citan verður boðinn í fleiri útgáfum en sem sendibíll og má einnig fá hann sem fjölnotabíl. Hann fæst í mismunandi lengd og hæð og býður því upp á marga notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með vsk. hjá söluaðila bílsins hér á landi, Öskju. Bíllinn verður frumsýndur í Öskju nk. laugardag 26. janúar kl. 12-16. Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent
Er afrakstur samststarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan. Mercedes-Benz hefur nú sett á markað nettan sendibíl sem fengið hefur nafnið Citan, þann minnsta sem ber nafn Mercedes Benz. Citan er afrakstur samstarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan því þessi bíll er í raun sami bíllinn og Renault Kangoo, sem vel þekktur er hér á landi. Citan er ætlað það hlutverk að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í atvinnubílum en Daimler AG, framleiðandi Mercedes-Benz, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Fyrir er þýski framleiðandinn með þónokkra línu sendibíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur verið talsvert vinsæll sendibíll hér á landi. Citan verður í boði með eyðslugrönnum dísil- og bensínvélum sem allar státa af lágri koltvísýringslosun. Citan má fá með Blue EFFICIENCY búnaði eins og lúxusbílar Mercedes-Benz eru boðnir en búnaðurinn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda. Citan verður boðinn í fleiri útgáfum en sem sendibíll og má einnig fá hann sem fjölnotabíl. Hann fæst í mismunandi lengd og hæð og býður því upp á marga notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með vsk. hjá söluaðila bílsins hér á landi, Öskju. Bíllinn verður frumsýndur í Öskju nk. laugardag 26. janúar kl. 12-16.
Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent