Uppselt á Sónar Reykjavík 6. febrúar 2013 14:30 Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME. Sónar Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME.
Sónar Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira