Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Oddur Þorsteinsson skrifar 23. febrúar 2013 07:30 Bjarki Þór Pálsson. Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu. Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu.
Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira