Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Trausti Hafliðason skrifar 26. mars 2013 18:43 Útsýnið af verönd veiðihússins við Ásgarð í Soginu. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðihús með fallegra útsýni en húsið við Ásgarð á bökkum Sogsins er vandfundið. Veiðifélagið Lax-á, sem keypti Ásgarð á 181 milljón króna í fyrra, er nú svo gott sem búið að gera upp húsið. „Flokkur manna og kvenna hefur að undanförnu verið að stöfum í Ásgarðshúsinu á bökkum Sogsins," segir á vef Lax-á. „Kominn var tími á andlitslyftingu á húsinu og var vel í lagt í þetta skiptið. Húsið að var allt málað að innan í hólf og gólf, öll húsgögn endurnýjuð og herbergin parketlögð. Einnig var eldhúsinnrétting tekin í gegn og innréttingar á öllum baðherbergjum endurnýjaðar og ný blöndunartæki sett á hvert þeirra. Eins áttu sér stað allsherjar þrif og hefur húsið örugglega sjaldan verið eins hreint og snyrtilegt og það er nú." Samkvæmt upplýsingum á vef Lax-á á verður húsið málað með vorinu og borið á palla. Vorveiðin í Ásgarði hefst á mánudaginn, 1. apríl. Enn er töluvert laust og geta menn fundið lausa daga á vefnum agn.is. Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu og kostar stöngin 8.500 krónur.[email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Veiðihús með fallegra útsýni en húsið við Ásgarð á bökkum Sogsins er vandfundið. Veiðifélagið Lax-á, sem keypti Ásgarð á 181 milljón króna í fyrra, er nú svo gott sem búið að gera upp húsið. „Flokkur manna og kvenna hefur að undanförnu verið að stöfum í Ásgarðshúsinu á bökkum Sogsins," segir á vef Lax-á. „Kominn var tími á andlitslyftingu á húsinu og var vel í lagt í þetta skiptið. Húsið að var allt málað að innan í hólf og gólf, öll húsgögn endurnýjuð og herbergin parketlögð. Einnig var eldhúsinnrétting tekin í gegn og innréttingar á öllum baðherbergjum endurnýjaðar og ný blöndunartæki sett á hvert þeirra. Eins áttu sér stað allsherjar þrif og hefur húsið örugglega sjaldan verið eins hreint og snyrtilegt og það er nú." Samkvæmt upplýsingum á vef Lax-á á verður húsið málað með vorinu og borið á palla. Vorveiðin í Ásgarði hefst á mánudaginn, 1. apríl. Enn er töluvert laust og geta menn fundið lausa daga á vefnum agn.is. Þess má geta að fram til 20. júní fylgir veiðihúsið í Ásgarði með silungasvæðinu og kostar stöngin 8.500 krónur.[email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði