„Dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar“ Höskuldur Kári Schram skrifar 31. mars 2013 12:06 Mynd/Örn Arnarson Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap." Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap."
Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira