Leikkonan Gwyneth Paltrow hlýtur þann vafasama heiður að vera hataðasta manneskjan í Hollywood í tímaritinu Star.
Star gerir árlega könnun til að sjá hvaða manneskja í kvikmyndum, tónlist og sjónvarpi fer mest í taugarnar á almúganum.
Gwyneth er ekki vel liðin.Í ár er það Gwyneth sem trónir á toppnum en í öðru sæti er Twilight-stjarnan Kristen Stewart. Þriðja sætið vermir Jennifer Lopez og í fjórða er tónlistarmaðurinn John Mayer. Í fimmta sæti er síðan leikkonan Katherine Heigl.
Kristen fer í taugarnar á mörgum.Aðrir á topp 20 eru til dæmis Justin Bieber, Kim Kardashian, Angelina Jolie og Ashton Kutcher.