Sá frægasti til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Joey Crawford og Kobe Bryant. Nordicphotos/AFP Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni. Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu. Af því tilefni hefur félagið boðið Crawford til landsins og hefur sá bandaríski þekkst boðið. „Það að fá Crawford á haustfund okkar körfuknattleiksdómara hefur gríðarmikla þýðingu þrátt fyrir þá staðreynd að NBA sé með annað regluverk en FIBA," segir Jón Bender formaður KKDÍ. Íslenskir körfuboltadómarar funda á hverju hausti og leggja línurnar fyrir komandi vetur. Fundurinn fer fram helgina 12.-14. september en auk Crawford munu Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu og Kristinn Óskarsson alþjóðakörfuboltadómari flytja erindi.Crawford hugar að meiðslum LeBron James.Nordicphotos/Getty„Af starfandi dómurum í NBA deildinn er Crawford leikjahæstur þeirra allra í úrslitakeppninni. Crawford hefur því miklu að miðla til ekki bara íslenskra körfuknattleiksdómara heldur einnig dómara, þjálfara og áhugamanna í öðrum greinum," segir Jón. Hann setur komu Crawford í gott samhengi fyrir lesendur Vísis. „Heimsókn hans er álíka hvalreki og fyrir knattspyrnudómara að fá Pierluigi Collina í heimsókn eða körfuknattleiksþjálfara að fá Phil Jackson í heimsókn," segir Jón. Hann er viss um að heimsókn Crawford muni ekki aðeins skila miklu til starfandi körfuknattleiksdómara heldur muni hún einnig vekja áhuga á íþróttinni og dómgæslu almennt.Tim Duncan og Joey Crawford fara yfir málin.Nordicphotos/GettyZsolt Hartyani, fyrrverandi FIBA dómari og starfandi eftirlitsdómari sem sæti á í tækninefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, mun einnig koma til landsins við sama tilefni. „Zsolt mun koma hingað til lands beint frá Evrópukeppninni í Slóveníu þar sem hann verður við störf sem eftirlitsdómari," segir Jón sem þakkar KKÍ og FIBA Europe fyrir stuðninginn sem geri dómarafélaginu kleift að halda veglega upp á afmælið. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni. Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu. Af því tilefni hefur félagið boðið Crawford til landsins og hefur sá bandaríski þekkst boðið. „Það að fá Crawford á haustfund okkar körfuknattleiksdómara hefur gríðarmikla þýðingu þrátt fyrir þá staðreynd að NBA sé með annað regluverk en FIBA," segir Jón Bender formaður KKDÍ. Íslenskir körfuboltadómarar funda á hverju hausti og leggja línurnar fyrir komandi vetur. Fundurinn fer fram helgina 12.-14. september en auk Crawford munu Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu og Kristinn Óskarsson alþjóðakörfuboltadómari flytja erindi.Crawford hugar að meiðslum LeBron James.Nordicphotos/Getty„Af starfandi dómurum í NBA deildinn er Crawford leikjahæstur þeirra allra í úrslitakeppninni. Crawford hefur því miklu að miðla til ekki bara íslenskra körfuknattleiksdómara heldur einnig dómara, þjálfara og áhugamanna í öðrum greinum," segir Jón. Hann setur komu Crawford í gott samhengi fyrir lesendur Vísis. „Heimsókn hans er álíka hvalreki og fyrir knattspyrnudómara að fá Pierluigi Collina í heimsókn eða körfuknattleiksþjálfara að fá Phil Jackson í heimsókn," segir Jón. Hann er viss um að heimsókn Crawford muni ekki aðeins skila miklu til starfandi körfuknattleiksdómara heldur muni hún einnig vekja áhuga á íþróttinni og dómgæslu almennt.Tim Duncan og Joey Crawford fara yfir málin.Nordicphotos/GettyZsolt Hartyani, fyrrverandi FIBA dómari og starfandi eftirlitsdómari sem sæti á í tækninefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, mun einnig koma til landsins við sama tilefni. „Zsolt mun koma hingað til lands beint frá Evrópukeppninni í Slóveníu þar sem hann verður við störf sem eftirlitsdómari," segir Jón sem þakkar KKÍ og FIBA Europe fyrir stuðninginn sem geri dómarafélaginu kleift að halda veglega upp á afmælið.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira