Sigurður áminntur fyrir hótanir 22. maí 2013 19:31 Sigurður G. Guðjónsson. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“ Stím málið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“
Stím málið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira