Keflavík Music Festival í uppnámi KH og JBG skrifar 7. júní 2013 11:03 Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir dagskránna hafa riðlast. Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensíma, vandar skipuleggjendum ekki kveðjurnar. Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira