Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2013 18:45 Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands. Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands.
Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00