Upptökur á Game of Thrones hefjast í júlí Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. júní 2013 12:51 Leikarinn Kit Harrington hefur heimsótt Ísland síðustu tvö ár. Ekki liggur fyrir hvort hann verður í föruneyti þáttanna að þessu sinni. Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu. Game of Thrones Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira
Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu.
Game of Thrones Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Sjá meira