Nítján ára gamli poppprinsinn Justin Bieber fær ekki nóg af því að vera á milli tannanna á fólki. Nýjasta athæfi hans slær öll met.
Justin leigði einkaþotu til að komast frá Miami til Burbank en lét þotuna bíða í átta klukkustundir í Miami á meðan hann leitaði að apanum sínum.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera Justin Bieber.Þotan átti að fara í loftið klukkan ellefu um morguninn en Justin mætti ekki á svæðið fyrr en klukkan þrjú síðdegis og var enn ekki búinn að finna apann sinn. Þotan fór í loftið rétt rúmlega fimm með Justin innanborðs en ekki fylgir sögunni hvar api stjörnunnar var niðurkominn. Ekki er heldur ljóst hvort þetta er sami api og var tekinn af Justin í tollinum í Þýskalandi fyrr á árinu.