Í gær hófst vinna við að dæla steypu niður í kjallarann þar sem Josef Fritzl, eða skrímslið frá Amstetten, hélt Elisabeth dóttur sinni fanginni í 24 ár. Þar ól hún honum 7 börn.
Upp komst um málið árið 2008 þegar Fritzl sleppti Elisabeth og þremur barnanna úr prísundinni í kjölfar þess að eitt barnið veiktist alvarlega. Málið vakti mikinn óhug um heimsbyggðina, en árið 2009 var Josef dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir frelsissviptingu, manndráp og nauðganir.
Til stóð að rífa húsið þar sem voðaverkin voru framin í Amstetten, en nú hafa bæjaryfirvöld lýst því yfir a ð húsið fari á sölu þegar búið er að steypa fyrir kjallarann.