Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Keflavík 3-0 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 09:42 Mynd/Daníel KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira