"Ekki risastór fjárhagslegur pakki” Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 08:33 Mlakar í baráttunni við Sigfús Sigurðsson á HM 2007. Nordicphotos/Getty „Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september. Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni," segir Arnar Pétursson, annar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍBV. Eyjamenn hafa gengið frá samningi við Slóvenann Matjaz Mlakar. Um er að ræða margreyndan landsliðsmann Slóvena sem hefur leikið með helstu félagsliðum þjóðar sinnar undanfarin ár við góðan orðstír. „Hann er reynslumikill og kemur til með að hjálpa okkur mikið," segir Arnar sem á von á línumanninum stóra og stæðilega eftir Þjóðhátíð. „Hann mætir einhvern tímann seinna á Þjóðhátíð," segir Arnar léttur og greinilega kominn í gott stuð fyrir helgina. Aðspurður hvort ÍBV hafi fundið fjársjóðskistu til að geta fengið leikmann í styrkleikaflokki Mlakar segir Arnar: „Hann er alls ekkert risabiti fyrir okkur. Við værum ekki að ana út í neina vitleysu hvað það varðar." Arnar segir Eyjamenn hafa haldið vel utan um reksturinn undanfarin ár, verið skynsamir og byggt upp sitt lið hægt og rólega. „Við viljum alls ekki taka neina áhættu. Þetta er ekki risastór fjárhagslegur pakki fyrir okkur að fá hann til Eyja." Arnar segir Eyjamenn enn vinna að langtímamarkmiði sem lagt var upp með fyrir þremur árum. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum," segir Arnar og leggur áherslu á að þeir muni áfram vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Byggt verði á efnilegu strákunum í Vestmannaeyjum en viðbót á borð við Mlakar sé ekki síst til þess að verða þeim innan handar og aðstoða þá. Arnar reiknar með því að ÍBV styrki sig frekar áður en undirbúningstímabilinu lýkur. „Ég get lofað þér því." ÍBV sækir ÍR heim í 1. umferð deildarinnar þann 21. september.
Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira