Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2013 14:39 Edda Garðarsdóttir og Sigurður Ragnar. Mynd / Stefán KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00
Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40