Jehue Gordon frá Trínidad og Tóbagó og Zuzana Hejnova frá Tékklandi eru heimsmeistarar í 400 metra grindarhlaupi karla og kvenna en þau tryggðu sér sigur í úrslitahlaupunum á HM í Moskvu í kvöld.
Jehue Gordon frá Trínidad og Tóbagó vann 400 metra grindarhlaupi eftir æsispennandi keppni við Michael Tinsley frá Bandaríkjunum. Gordon kom í mark á 47,67 sekúndum sem er besti tími ársins. Tinsley var sjónarmun á eftir á 47,790 sekúndum og Serbinn Emir Bekric fékk bronsið.
Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Jehue Gordon sem er aðeins 21 árs gamall en hann varð heimsmeistari unglinga í þessari grein fyrir þremur árum.
Zuzana Hejnova vann fyrsta gull Tékka á HM þegar hún tryggði sér sigur í 400 metra grindarhlaupi á 52,83 sekúndum. Hejnova vann öruggan sigur en þetta er besti tími ársins í greininni.
Bandaríkin fékk bæði silfur og brons í greininni en Dalilah Muhammad varð önnur á 54,09 sekúndum og Lashinda Demus þriðja á 54,27 sekúndum.
Zuzana Hejnova er 26 ára gömul og þetta er fyrsta gull hennar á stórmóti. Hún vann brons í sömu grein á Ólympíuleikunum í London fyrir ári síðan.
Fyrstu gullin til Tékklands og Trínidad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti

„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn